Heimanám – sjónarhorn foreldris

heimmMargt hefur verið ritað um heimanám og það er greinilegt að það eru mjög skiptar skoðanir á því.  Menn keppast við að vitna í rannsóknir sem sýna ýmist fram á að heimanám virki eða að það virki
Mig langar að taka það fram strax að þegar ég er að tala um heimanám er ég ekki að tala um lestur sem ég tel vera mikilvæga æfingu sem hægt er að gera á skemmtilegan hátt með barni sínu.
Nýverið las ég tvær íslenskar greinar um heimanám þar sem ég upplifði að greinarhöfundar voru með mismunandi sýn á heimanámi og gildi þess.
En það sem þessar greinar áttu sameinlegt var að þær líta á heimanámið frá sjónarhorni skólans, en hvað með sjónarhorn foreldra?
Mér hefur fundist vanta í umræðuna sjónarhorn okkar foreldra og þau sjónarhorn eru að sjálfsögðu mismunandi, en að mínu mati mjög mikilvæg í þessari umræðu.
Þess vegna ætla ég hér að setja fram mína skoðun á heimanámi og þeirri umræðu sem er í gangi í samfélaginu varðandi það.
Önnur þessara greina sem ég las heitir „Heimanám virkar“ og sú spurning virðist oft koma upp í þessari umræðu, virkar heimanám?
Þessi spurning felur í sér að það sé eitthvað mælanlegt markmið og það markmið er námsárangur, sem sagt, hve hátt skorar barnið á prófi.
Í sömu grein er sagt að megintilgangur heimanáms sé að þjálfa færni sem kennari hefur ekki tíma til að þjálfa á skólatíma.
Það sem truflar mig við þetta er margt, sem dæmi hvort heimanám virki til að bæta námsárangur, það hlýtur það að vera einstaklingsbundið.
Börn er misjöfn og læra á mismunandi hátt, það getur vel verið að það henti sumum að hafa heimalærdóm, en örugglega ekki öllum.
En annað mikilvægara í þessu er að aðstoð sem börn fá heima er mjög mismunandi, foreldrar eru mismunandi í stakk búin til að hjálpa börnum sínum með heimanám.

Það sem mér þykir persónulega verst í þessu er hve langt inn á heimilið skólinn vill teygja sig með heimanáminu.

Ég er ekki að gera lítið úr skólanum og því starfi sem er unnið þar, en í mínum huga fer fram jafn mikilvæg kennsla á heimilum okkar.
Skólinn hefur börnin okkar í ákveðinn tíma á hverjum virkum degi til að kenna börnum okkar þá hluti sem hafa verið settir í námskrá gunnskólana.  Ég lít svo á að restina af deginum hef ég til að kenna börnum mínum það sem ekki fellur undir námskrá grunnskólanna.
Ég vil kenna börnum mín ákveðin gildi í lífinu og þjálfa þau í hlutum eins og til dæmis mannlegum samskiptum.  Það er dæmi um hlut sem mér finnst ekki minna mikilvægur en til dæmis stærðfræði.
Ég vil frekar að börnin mín séu frábær í mannlegum samskiptum og sæmileg í stærðfræði en að þetta sé öfugt.  Það er svo margt sem ég vil kenna börnum mínum sem ekki er kennt í skólanum.  Samveru foreldra og barna má ekki vanmeta.
Það má heldur ekki gleyma mikilvægi þess að börn fái að leika sér og hafa frjálsan tíma. Þau þurfa tíma til að hitta vini sína og þróa félagsleg samskipti utan skólans. Iðkun tómstunda er líka mikilvægur þáttur í lífi barna, það ætti a.m.k. að vera val um að það sé rými fyrir það.
Svo er það samvera fjölskyldunnar, sem sýnt hefur verið fram á að hefur forvarnargildi á unglingsárum. Börn sem eyða tíma með foreldrum sínum og eiga gott samband við foreldra sína eru líklegri en önnur börn að treysta foreldrum sínum fyrir vandamálum sínum.
Og þegar ég les að megintilgangur heimanáms sé að þjálfa færni sem kennari hefur ekki tíma til að þjálfa á skólatíma, þá spyr maður sig hvort það þurfi ekki að endurskoða einhverja hluti innan skólans.  Það er jú búið að lengja starfstíma skólans á undanförnum árum.
Ekki misskilja mig og upplifa þetta sem árás á skólann, ég er harður talsmaður samvinnu heimils og skóla, og það er akkúrat sú samvinna sem ég velti fyrir mér þegar skólinn sendir börnin heim með heimanám.  Væri ekki réttast að þetta væri samvinna og að kennarar mundu útdeila heimanámi í samvinnu við foreldra? Það er mikið rætt um einstaklingsmiðað nám, á ekki heimavinnan að vera einstaklingsmiðuð líka?
Annað sem ég hugsa mikið út í er að þegar við erum að þegar við erum að láta börnin okkar vinna heimavinnu erum við að kenna þeim annað og meira en bara það fag sem þau eru að vinna í.
Við lifum í samfélagi þar sem fólk tekur reglulega með sér vinnuna heim og finnst alveg eðlilegt.  Margir vinna heima nánast öll kvöld og eitthvað um helgar.
Þetta er eitthvað sem ég persónulega mundi vilja breyta, að loknum vinnudegi vil ég hafa tíma fyrir fjölskylduna, fyrir börnin mín.
Erum við ekki að kenna börnunum okkar að það að vinna heima á kvöldin og helgar er eðlilegt?  Hvað er heimavinna annað er eftirvinna?
Þau eru búin með sinn vinnudag, sem er skólinn og eftir það á að vera tími fyrir sjálfan sig, fyrir fjölskylduna.
Ég vil breyta þessu, ég vil að eftir skólann sé fjölskyldutími og skólinn geti ekki ráðstafað þeim tíma öðruvísi en í samvinnu við foreldra.
Það er hlutir sem ég met mikilvægari en að skora hátt á prófum.  Gleymum ekki að fjölskyldur eru mismunandi og með mismunandi gildi.  Ég lít svo á að þó svo að sú vinna að undirbúa börnin mín undir framtíðina sé samvinna heimilis og skóla, þá er loka ábyrgðin mín.

Pistillinn birtist áður á heimasíðu höfundar

Hermann Jónsson

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s