Nóvember 2012

Nafn:

Hafdís Bergsdóttir

Menntun og útskriftarár: Grunnskólapróf frá Grunnskóla Eyrarsveitar, sem heitir núna Grunnskóli Grundarfjarðar, árið 1999. Sveinspróf í Kjólasaum frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2006. B.ed gráðu í kennslufræðum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands árið 2009.

Skólinn sem ég kenni við: Brekkubæjarskóli á Akranesi

Bekkur: Ég er umsjónarkennari í 8. HB og kenni þeim stærðfræði, náttúrufræði og lífsleikni. Að auki kenni ég náttúrufræði í 9. og 10. bekk.

Síðasta símenntunarnámið sem ég sótti: Orð af orði en Brekkubæjarskóli er um þessar mundir að innleiða þessar frábæru kennsluaðferðir.

Hvaða þrjú atriði í kennsluháttum mínum hafa haft mest áhrif á árangur nemenda minna:

  1. Að hafa gaman. Þetta tel ég vera gríðarlega mikilvægan þátt í skólastarfinu. Mín reynsla er sú að viðmót langflestra nemenda ræðst af viðmóti kennara. Það er mikilvægt að nemendum þyki gaman að vera í skólanum, þar eyða þeir stórum hluta dagsins og kennarar eiga ríkan þátt í að skapa andrúmsloftið í skólastofunni. Öll höfum við áhuga á því sem okkur þykir skemmtilegt og því finnst mér eðlilegt að reyna að hafa kennslustundirnar skemmtilegar með von um að það auki áhuga og árangur.
  2. Fjölbreyttir kennsluhættir. Ég reyni að hafa kennsluna eins fjölbreytta og kostur er. Ég læt nemendur vinna mikið með myndir og hugtök og vinn frekar lengur með fá en mikilvæg hugtök frekar en að komast yfir ákveðnar blaðsíður í einhverri bók.
  3. Minn eigin áhugi á efninu sem ég kenni. Ég trúi því að ég komi efninu betur til skila ef ég hef áhuga á því. Ef mér finnst það leiðinlegt finn ég einhverja leið til að gera það skemmtilegt. Að setja upp spurningakeppni varðandi hitt og þetta hefur skilað ótrúlegum árangri.

Hverju er ég stoltastur af í starfinu mínu:

Ég fyllist alltaf stolti þegar ég segi að ég sé kennari því það eitt og sér finnst mér æðislegt. Ég tel okkur vinna gott og gjöfult starf og njóta forréttinda þegar kemur að því að hafa áhrif á börn og unglinga. En það sem ég er stoltust af í mínu starfi sem kennari er að viðhalda góðum bekkjaranda en ég legg mikla áherslu á að bekkjarandinn sé góður. Það á öllum að líða vel í skólanum og ekki síst í sínum bekk. Unglingsárin geta verið mörgum erfið og þá skiptir öllu máli að tilheyra hóp og eiga vin. Ef ég þarf að sleppa einum og einum stærðfræðitíma til að vinna með bekkjarandann þá finnst mér þeim tíma vel varið.

Hvaða markmið set ég mér í þróun starfs míns: Að verða betri kennari í dag en í gær.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s