Heiltæk forysta 2020

Námskeiðið heiltæk forysta 2020 var ætlað fræðslustjórum eða öðrum stjórnendum skólamála í sveitarfélögum og skólastjórnendum.
Það var haldið skólaárið 2012-2013 og þátttakendur voru um 50 víðsvegar að á landinu. Námskeiðið var skipulagt af Menntavísindasviði Háskóla Íslands í samstarfi við Leadership for children & young people LCYP http://www.l4cyp.org/ .

Umsjónarmenn námskeiðsins og kennarar voru Anna Kristín Sigurðardóttir, Ólafur H Jóhannsson og Edda Kjartansdóttir.

Markmið námskeiðsins var að auka þekkingu stórnenda á hugmyndum um heiltæka forystu (e. system leadership) þar sem lög er áhersla á samfélagslegt hlutverk stjórnandans í þróunar og umbótastarfi. Hver skóli/ stofnun er öðrum háð og umbætur í einni styðja við umbætur í annarri. Því er það hlutverk leiðtogans að leiða saman aðila til að stuðla að betri menntun og lífsskilyrðum ungs fólks. Lögð er áhersla á samspil skólastefnu sveitarfélags og markmiða einstaka skóla.

Við lok námskeiðs var gert ráð fyrir að þátttakendur:
– Þekki til nýlegra rannsóknaniðurstaðna á þessu sviði og séu færir um að taka þátt í umræðu um þær.
– Geti stutt við og leitt árangursríkt þróunstarf sem leiðir til varanlegs ávinnings (e. sustainable leadership)
– Geti leitt samstarfsverkefni milli skóla / stofnana og þekki til ólíkara leiða í forystu.
– Séu reiðubúinir að taka að sér forystuhlutverk út fyrir eigin stofnun eða svæði.
– Hafi skilning á og hæfni til að leiða breytingar á sem styðja við heiltækra forystu og hæfni til að vinna með mótstöðu.

Hér verða verkefni þátttakenda námskeiðsins sett inn svo fólk geti kynnt sér afrakstur námskeiðsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s