Viltu skrifa í Krítina?

Krítin hvetur kennara og aðra sérfræðinga um skólamál til senda pisla eða annað áhugavert efni um skólamál í Krítina.  Dæmi um efni sem á erindi í Krítina:

 • Sérstök verkefni s.s. þróunarverkefni sem unnið er að í skólum.
 • Fyrirmyndar kennarar.
 • Skemmtileg tilsvör eða athugasemdir frá nemendum.
 • Fagleg reynsla og/eða þekking sem kennarar eða aðrir sérfræðingar vilja deila með lesendum Krítarinnar.
 • Ábendingar um áhugavert efni s.s. myndbönd á netinu.
 • Hugmyndir eða vangaveltur um uppeldis-og skólamál þ.m.t. kennarastarfið.
 • Umfjöllun um bækur, greinar, myndbönd eða námsefni tengt uppeldis- og skólamálum.
 • Frásagnir af ráðstefnum og námskeiðum.
 • Umfjöllun um niðurstöður rannsókna  um uppeldis – og skólamál.

Hófleg lengd á pisli er 500-1000 orð.  Pislar sem birtast í Krítinni ættu helst ekki að hafa birst annarsstaðar áður og kjósi höfundur síðar að birta pistil sinn í öðrum miðli þarf  hann að gera grein fyrir því að hann hafi áður birst í Krítinni.

Ritstjórar Krítarinnar áskilja sér rétti til að hafna pistlum ef þeir telja þá ekki eiga erindi í Krítina. Höfundar pistla sem birtast í Krítinni bera sjálfir ábyrgð á orðum sínum.

Sendið pistla á netfangið eddakjar@gmail.com og takið þátt í að efla umræðu um fagleg mál uppeldis- og menntunar.

2 athugasemdir við “Viltu skrifa í Krítina?

 1. kæru vinkonur og vinir. Mig langar að sjá viðhorfið „Vertu kennari mánaðarins“. Finnst það faglegra og vildi koma þessu á framfæri í staðin fyrir að velja úr hóp sem er ógjörningur og kennarar misduglegir að koma vinnu sinni á framfæri og þekkja kannski ekki „rétta“ fólkið. Væri til í að sjá nýja nálgun. Takk
  Jensína Edda Hermannsdóttir

  • Sæl Jensína. Meinarðu að betra væri að hvetja kennara sjálfa til að vera kennari mánaðarins heldur en að biðja aðra um að benda á góða kennara?
   með kveðju Edda

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s