Fjórir  grundvallarþættir sem einkenna námsmenningu leiðsagnarnáms

146255_14802927135da98f93f1d09_bigAllir kennarar  vilja bæta námsárangur nemenda sinna og leita fjölbreyttra leiða til þess. Í pistlunum hér á undan var  sagt frá skólum í Englandi sem hafa náð langt í því að bæta námsárangur.   Þeir skólar eiga það sameiginlegt að hafa skapað námsmenningu í anda leiðsagnarnáms . Hér á eftir eru fjórir  grundvallarþættir sem einkenna námsmenningu leiðsagnarnáms reifaðir. Fyrir þá sem vilja fræðast meira má benda á þessa síðu:

Nemendur þurfa að vita til hvers er ætlast af þeim

Til að nemendur viti til hvers er ætlast  af þeim  þurfa námsmarkmið í hverri kennslustund og/eða með hverju verkefni vera skýr. Þessi daglegu eða vikulegu námsmarkmið eru leiðarljósin þegar nemendum eru gefnar leiðbeiningar. Tryggja verður að nemendur skilji hvað þeim er ætlað að læra áður en þeim er ætlað að bera ábyrgð á eigin námi. Í mörgum tilvikum hafa nemendur rangar hugmyndir um hvað þeir eru að læra, hvers vegna þeir eiga að læra það og hvernig  gott nám fer fram. Það er mjög mikilvægt að skýra námsmarkmiðin fyrir nemendum og að þeir séu virkir þátttakendur í þeirri umræðu.

Kennarar þurfa að  draga fram hvað nemendur hafa lært í kennslustund  áður en lengra er haldið

Það er mikilvægt að kennarar átti  sig á því hvaða  nám á sér stað hjá nemendum á hverri  mínútu í hverri kennslustund. Því er hægt að ná fram með samræðum í kennslustofunni og námsmarkmiðum sem hægt er að nýta til að meta hvort kennslustundin hafi verið árangursrík. Að spyrja markvissra spurninga, bíða eftir því að nemendur svari, passa upp á að allir nemendur  geti/þurfi að svara eru allt leiðir sem nýttar eru  til að meta hvort nemendur hafa náð því sem fram fór áður en haldið er lengra og ný námsmarkmið sett fram.

Endurgjöf

Endurgjöf kennara til nemenda í lærdómsferlinu – ekki í formi umsagna eða einkunna – er mikilvægur þáttur í starfi kennara, en ekki alltaf auðveldur. Endurgjöfin þarf að koma á réttu augnabliki, einblína á  það sem nemandinn á að læra, geta nýst nemandanum á því augnabliki sem hún er gefin svo hann læri af henni.  Það eru til margar aðferðir við að gefa endurgjöf, samræður og að merkja við í verkefni nemenda eru dæmi um tækni við endurgjöf. Hér má finna umfjöllun um endurgjöf. 

Að virkja nemendur

Með því að virkja nemendur svo þeir geti verið gerendur í eigin námi og námi samnemenda sinna eykst  námsárangur. Stýring nemenda og meðvitund um eigið nám t.d. með  sjálfsmati eflir nemendur og þeir eiga auðveldara með að trúa á eigin getu til náms, þeirra  innri bjargir eflast, þeir upplifa aukið vald á aðstæðum og öðlast tilfinningu fyrir sjálfræði. Þessir þættir hjálpa nemendum ekki aðeins að taka ábyrgð á eigin námi heldur geta leitt til aukins námsárangurs.

Bendi á veggspjald frá MMS sem Menntamálastofun hefur gefið út um það hvað einkennir góðan námsmann. 

Þetta er aðeins lítið brot af því sem mikilvægt er að hafa í huga þegar skapa á námsmenningu í anda leiðsagnarnáms, sem skipta allir miklu máli. transparent

Fengið héðan

EK

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s