Á veftímaritinu Krítinni er ætlunin að halda úti spjalli um skólamál í víðu samhengi. Ritstjórar Krítarinnar,Edda Kjartansdóttir ( EK) og Nanna Kr. Christiansen (NKC) munu bæði semja efni og setja inn áhugavert efni sem finnst á netinu. Einnig munu birtast hér greinar eftir gestapenna.
Með krítum hefur margt verið skráð á skólatöflur heimsins sem þurrkað hefur verið út jafnóðum og er það nokkuð táknrænt fyrir það hvernig sú reynsla og þekking sem kennarar afla sér í starfi sínu hverfur meira og minna með þeim við starfslok. Með rafrænu krítinni er gerð tilraun til að varðveita þá hverfulu reynslu og þekkingu og deila henni með öðrum í von um að fagleg samræða kennara og annarra sem tengjast skólasamfélögum eflist.
Þeir sem hafa áhuga á að fá birtan pistil eða koma með ábendingu um gott efni geta sent það á netfangið eddakjar@gmail.com . Ritstjórar áskilja sér rétt til að hafna efni sem þeir telja ekki uppfylla kröfur um gæði.
Krítin getur orðið glæsilegur og lifandi vettvangur til umræðu um skólamál. Þau mál verða aldrei fullrædd. Megi Krítin dafna og eflast með tíð og tíma. Til hamingju, Edda og Nanna Kristín.
Athyglisvert haft eftir Gerlach.
Það auðveldar ekki að leggja nafn mannsins á minnið að nefna hann Peter. Maðurinn heitir nefnilega Gerlach og þannig verður að nefna hann í samskiptum við menntaheiminn.
Björn S. Stefánsson
Stjórn Skólastjórafélags Íslands samþykkti á fundi sínu 13 júní að senda forsvarsmönnum Krítarinnar kveðjur með þakklæti fyrir frábæran vef þar sem birtar eru faglegar og áhugahvetjandi greinar um skólamál.
Haldið áfram á þessari braut
með kveðju fyrir hönd stjórnar SÍ
Svanhildur María Ólafsdóttir formaður SÍ
Tek undir með stjórn Skólastjórafélagsins – kærar þakkir fyrir þennan góða vef. Skrifin ykkar eru sannarlega mikilvægt innlegg í umræðuna um skólamálin hér á landi.
Jenný Gunnbjörnsdóttir