Samræða um skólastarf

0bd5d323b468a61ce435740b3cbe9e66Nú ætlum við að prófa nýtt form hér á Krítinni, ákveðna tegunda af samræðuformi.

Markmið þessa er að skoða ákveðin viðfangsefni frá nokkrum hliðum og velta upp fjölbreyttum hugmyndum eða skoðunum.  Þær hugmyndir eða skoðanir eru ekki endilega réttar eða rangar,  heldur spegla ólík sjónarmið eftir því hvernig á umrætt málefni er litið. Þeir sem taka þátt í samræðunni gera það ekki með það að markmiði að sannfæra lesendur um að það sem þeir segja sé hinn eini stóri sannleikur heldur til að vekja þá til umhugsunar.

Gert er er ráð yfir 500 orða pistlum.

Markmiðið með samræðunni er ekki síst að  vekja með lesendum Krítarinnar löngun til að taka þátt í samræðunni og viðra skoðanir sínar á málefninu hér á Krítinni.

Við hvetjum lesendur eindregið til að koma með í samræðuna einnig bjóðum við fólki að  koma með ábendingar um viðfangsefni sem því finnst áhugavert að ræða með þessum hætti.

Stefnt er að því að taka fyrir eitt viðfangsefni í mánuði, frá nóvember 2013 fram í maí 2014.

Við erum þrjú, Edda Kjartansdóttir, Ketill B. Magnússon og Nanna Kristín Christiansen sem ætlum að hefja samræðu um hugmyndir um árangur í skólastarfi.  Þetta fer þannig fram að eitt okkar setur fram pistil og síðan bregðast hinir tveir við.  Ef vel tekst til koma fleiri til með að koma með sitt sjónarhorn á viðfangsefnið og viðfangsefnin verða fleiri.

Árangur 1

Árangur 2

Árangur 3

One response to “Samræða um skólastarf

  1. Bakvísun: Árangur | Krítin·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s