Árangur

tape-measureÞessi pistill er hluti af nýjum lið á Krítinni, samræðu um skólastarf

Þegar talað er um árangur í skólastarfi er ekki víst að þeir sem tala og þeir sem hlusta séu að hugsa um það sama.

Það er t.d. mögulegt að barn  hafi náð mjög góðum árangri  þrátt fyrir að sú einkunn sem það fær á samræmdu prófi  sé töluvert undir meðaleinkunn jafnaldra þess.  Þegar talað er um góðan árangur  nemanda  þrátt fyrir að einkunnir hans séu  undir meðaleinkun árgangsins,  hefur  árangurinn kannski verið metinn út frá því hversu miklar framfarir nemandinn hefur sýnt , eða  matið er byggt á því hversu mikið nemandinn hefur  lagt sig fram.  Allt fer það eftir því hvaða mælikvarða  var í upphafi ákveðið að nota.

Það sama á við  þegar talað er um árangur sem ákveðinn kennari  eða skóli nær fram hjá nemendum. Það  fer eftir því hvaða viðmið var sett um það í hverju góður árangur þeirra felst, hvernig  árangur þeirra er metinn.

Vinsælt  viðmiðið um árangur kennara og skóla eru einkunnir nemenda.  Einkunnir eru handhægur mælikvarði sem við þekkjum flest vel og því er algengt að fólk noti þær til að meta árangur barna, kennara og skóla. Sá mælikvarði er ágætur fyrir sinn hatt, en hann dugar ekki til að alhæfa um gæði skóla eða kennslu, né til að bera  saman bekki og skóla. Mælikvarði  sem á að nýta til samanburðar  á gæðum skóla  þarf að meta  fleiri þætti  en einkunnir. Að baki  röðun bekkja og skóla á einkunnaskala geta legið ýmsar bakgrunnsbreytur sem  hafa áhrif á námsárangur nemenda. Samanburður á milli skóla og kennara er því ekki  marktækur  ef aðeins er horft á einkunnir sem einangrað fyrirbrigði.

Þá vitneskju, að fleira en gæði kennslu hefur áhrif á námsrárangur, á hins vegar ekki nota  til að afsaka metnaðarlítið  skólastarf. Nemendur þurfa á því að halda  að miklar væntingar séu gerðar til þeirra og allt kapp lagt á að þeir auki þekkingu sína, leikni og hæfni á skólagöngu sinni. Í því efni skipta viðhorf foreldra til skólans og væntingar kennarans til nemandans miklu máli.  Einnig þekking, leikni og hæfni kennarans til að skapa aðstæður sem örva nemendur til náms.

Að mínu mati er hægt að halda því fram að kennari, sem tekur við bekk sem sýndi slakan námsárangur ( fékk lágar einkunnir) skólaárið á undan og nær að vinna með nemendum á þann hátt að námsárangur batnar (einkunnir hækka), hafi  náð góðum árangri.  Kennari eykur líkur á því að ná þannig árangri ef honum tekst að fá foreldra með sér í lið. Að sama skapi hefur kennari  sem  nær að skapa  lærdómsandrúmsloft  í  bekk þar sem vinnumórall hefur verið slæmur, náð miklum árangri þó einkunnir nemenda hækki ekki  endilega strax.

Með þessum vangaveltum er ég  að reyna að benda á mikilvægi þessa að mæla árangur af skólastarfi á fjölbeyttan hátt.  Viðmið um gæði skólastarfs þarf að setja áður en hægt er að meta árangur þess og mælikvarðarnir þurfa að hæfa því sem verið er að mæla.

Árangursríkt skólastarf felst að mínu mati í því að kennarar, foreldrar og nemendur  vinni saman að því að  byggja ofan á þá þekkingu,leikni og hæfni sem þeir búa yfir á hverjum tíma.  Að ná árangri er samstafsverkefni  þessara þriggja aðila og góður árangur næst ekki nema allir axli þá ábyrgð sem þeim ber.

EK

2 athugasemdir við “Árangur

  1. Bakvísun: Árangur 2 | Krítin·

  2. Bakvísun: Árangur 3 -Samkeppni um árangur | Krítin·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s