Tíminn og barnið

Education ConceptÞað er ákveðin þversögn í stöðu barna í dag segja dönsku fræðimennirnir Helle Heckmann og Maria Reumert Gjerding,  annars vegar eru flest nútímabörn óskabörn foreldra sinna en á hinn bóginn er ekkert pláss fyrir þau í samfélagi þar sem allt snýst um peningar og neyslu. Þar hafa börn ekkert hlutverk  og æskan hefur ekkert gildi í sjálfu sér. Út frá sjónarhóli samfélagsins er bernskan eitthvað sem gengur yfir og það þarf helst að gerast eins hratt og kostur er. Allir foreldrar vilja börnum sínum það besta en á sama tíma hindra börnin framleiðni foreldra sinna og ganga á auðlindir þeirra. Þess vegna dvelja börn bróðurpartinn af vökutíma sínum á stofnunum en samveran við fjölskylduna, sem ætti að skipta mestu máli, er orðin að afmörkuðum gæðatíma.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í  grein eftir þær Heckmann og Gjerding sem birtist á  information.dk þar segir einnig:

Það er lítið hugað að þörfum barna í samfélagi okkar. Það er álitið fullkomlega eðlilegt að börn dvelji daglangt á stofnunum vegna þess að báðir foreldrar þurfa að vinna. Það þarf tvo til afla tekna fyrir flestar fjölskyldur. Það eru því börnin sem greiða gjaldið fyrir stöðuga vinnu foreldra sem þurfa sífellt að mæta aukinni neyslu.

Vinna, frami og félagslíf annarsvegar og fjölskyldan og foreldrahlutverkið hinsvegar togast á í lífi foreldranna og barnið gerir ríkar kröfur um félagsskap, nánd og síðast en ekki síst mikinn tíma. En tími er það einasta sem foreldrar í dag eiga erfitt með að gefa börnum sínum og þörfum þeirra verður ekki mætt með svokölluðum gæðastundum. Börn hafa ekki þörf fyrir klukkustundar samveru með foreldrum sínum á hverju kvöldi heldur fyrir félagsskap og þátttöku í daglegu lífi sem þau finna að hefur tilgang. Það er grundvallaratriði fyrir sjálfsmynd barnsins að það skynji að það er mikils virði í fjölskyldunni.  Slíkt krefst tíma. Hversdagslegar athafnir eins og eldamennska, tiltekt, uppvask og hreingerningar þurfa að vera félagslegar athafnir frekar en eitthvað sem verður að drífa af. Það eru alls ekki öll börn sem fá þennan tíma. Af misskildri ást gera margir foreldrar of mikið fyrir börnin sín í stað þess að gera það með þeim.

Þvinguð til sýna félagsfærni

Langur dagur barnsins á stofnun einkennist af nánum samskiptum við mörg jafnaldara börn. Barnið er þvingað til félagslegra samskipta í 8 – 10 tíma á dag. Þetta gerist áður en þau hafa náð fullum félagsþroska.

Þrátt fyrir að fullorðið fólk hafi öðlast meiri félagsfærni en börn getur engin fullorðin manneskja haldið út að vera í svo nánum félagslegum samskiptum við 25 jafnaldara sína 8 – 10 tíma á dag án þess að eiga nokkra möguleika á að draga sig í hlé. Þegar barn er þvingað til að vera í félagslegum samskiptum við börn og fullorðna í langan tíma í einu er hætt við að það loki á umhverfið eða sýni árásargirni gagnvart öðrum börnum.

Barnasálfræðingar mæla með því að börn dvelji ekki lengur en 5 – 6 klukkustundir á dag á stofnunum. Vandinn er sá að ef þessi meðmæli yrðu tekin alvarlega og þeim fylgt eftir myndi þar grafa undan áframhaldandi vexti samfélagsins.

Hátt gjald

Baráttan fyrir góðu lífi barna er umdeilanleg einmitt vegna þess að góð bernska er í æpandi mótsögn við kröfur samfélagsins um aukar tekjur, lengri vinnutíma, meiri skilvirki og hraða.

En gjaldið sem við greiðum, ef við gerum ekkert, er hátt. Í  dag erum við vitni að þróun sem veldur áhyggjum sem ekki er hægt að hundsa. Frá því um miðjan 10. áratuginn hefur börnum með sálræn vandamál fjölgað um 150%. Fleiri börn greinast með hegðunarvanda og fá lyfjameðferð. Eitthvað bendir til að börnum líði ekki vel í ofurhraða samlagsins.

Samfélagið hefur ekki lengur efni á að horfast ekki í augu við mikilvæga þýðingu bernskunnar. Mikið álag, löng dvöl á stofnunum og skólaganga sem hefst allt of snemma eyðileggur ekki aðeins bernskuna heldur einnig andlega heilsu á fullorðinsárum.

Því fylgir mikill samfélagslegur kostnaður að meðhöndla þau ör sem einstaklingurinn færi í bernsku. Börn með sálræn vandamál eiga erfitt í skóla og falla illa að hinu almenna skólakerfi. Þau eru oft merkt fyrir lífið, eiga litla möguleika á framhaldsnámi eða að skapa sér venjulegt líf.

Ef við viljum heilbrigðar manneskjur er nauðsynlegt að leggja áherslu á börnin og setja bernskuna í forgrunn. Það hlýtur að vera réttur hvers barns að eiga sjö róleg ár og fá þann tíma sem þörf er á til að vera heilbrigð og skapandi manneskja.

Endurhugsaða fjölskyldan

Til þess að ná þessu markmiði þarf vinnumarkaðurinn að gefa foreldrum tækifæri til að sinna því mikilvæga samfélagsverkefni sem felst í því að vera foreldri. Slíkt krefst þess að vinnumarkaðurinn aðlagi sig að  5-6 tíma daglegum hámarks dvalartíma barna á stofnun, að þeirri staðreynd að börn veikjast og hafa þá þörf fyrir foreldra sína og að fjölskyldur hafa þörf fyrir sameiginleg frí.

Það er dýrt að skapa heilbrigð og félagslega sterk börn og fjölskyldur sem eiga möguleika á minna álagi og streitu, en sá kostnaður skilar sér margfalt til baka. Að hluta til í formi heilbrigðra og úrræðagóðra einstaklinga og að hluta til vegna þess sparnaðar sem skapast þegar ekki þarf lengur að meðhöndla alla þá sem skaðast í bernsku, að viðbættum kostnaði vegna atvinnuleysis þeirra, glæpa o.fl.

Hér er ekki verið að leggja til að horfið verið til gamla fjölskyldumynstursins, þvert á móti er verið að hvetja til þess að fjölskyldan verði endurhugsuð með tilliti til þess mikilvæga hlutverks sem hún gegnir fyrir framtíðarsamfélagið.

(Útdráttur  NKC)

5 athugasemdir við “Tíminn og barnið

  1. Bakvísun: Tíminn og barnið·

  2. Bakvísun: Vinsælustu póstarnir 2013 | Krítin·

  3. Fínasta grein en enn fremur skapar hún vonbrigði í hjarta, því að Ísland í dag býður bara ekki upp á þetta. Fólk þarf að vinna lengur og meira til að ná endum saman. Það er á kostnað barnanna og foreldranna að sjálfsögðu sem myndu auðvitað kjósa að verja meiri tíma með börnunum sínum og minni tíma í vinnu. Útópía kemur upp í huga þar sem fyirmyndasamfélagið er ekki í takt við nútímasamfélagið. En vonandi einn daginn næst jafnvægi og fólk þarf ekki að vinna að lágmarki 8 klst til að eiga ofaní sig og á.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s