Árangursskóli og Ferlisskóli

vinirNú fer þessu skólaári senn að ljúka og víst er að margir nemendur og kennarar hlakka til að njóta sumars og sólar fjarri skruddum og skólaborðum.  Á mínum fyrstu kennsluárum hófst sumarleyfið í lok maí og ekki þurft að mæta aftur í skólann fyrr en í byrjun september. Ríflega þriggja mánaða sumarfrí, þvílík dásemd!! Þeir kennarar sem voru svo heppnir að komast að sóttu  námskeið um sumarið sem þeir fengu metið til launahækkunar.  Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og ekki skrítið þó fortíðin sé orðin ljósrauð í minningunni.

Ég hafði fulla samúð með kennaranum, sem ég hitti um daginn, þegar hann stundi yfir því hversu erfitt væri að halda áhuga nemendanna vakandi svona langt fram á vorið. Krakkarnir væru flestir orðnir hund leiðir, þeir mættu oftar of seint á morgnana og foreldrarnir væru líka hættir að fylgjast með heimanámi barna sinna. Allir væru búnir með úthaldið.

En hafa gæði skólans aukist við lengingu skólaársins?  Til að svara því þyrfti fyrst að ákveða hvað á að vera til marks um gott skólastarf. Líklega verða menn seint sammála um það.

Sem dæmi um ólíkar hugmyndir um gæði skólastarfs langar mig til að segja frá skemmtilegri reynslu á yfirstandandi skólaári.  Á tímabili átti ég samskipti við tvo ólíka skóla, það má jafnvel segja að þeir hafi verið hreinar andstæður, en báðir hafa þeir orð á sér fyrir að vera góðir skólar. Til aðgreiningar kalla ég þessa skóla Árangursskóla og Ferlisskóla.

Í Árangursskóla er rík áhersla á árangur. Allir nemendur skulu ná sínum hámarks árangri í námi. Hver kennslustund er markvisst upp byggð, námsmarkmið eru öllum nemendum ljós og þeir fá fyrirfram gefin viðmið um árangur. Ekki er annað að sjá en nemendur sýni fullan metnað og kennararnir leggja sig fram um að gera verkefnin merkingaárbær, áhugaverð og skiljanleg auk þess sem áhersla er á að setja fram sköpunarstoðir (scaffolding) til efla orðaforða og hugmyndir nemendanna í tengslum við viðfangsefnið. Tíminn sem nemendur hafa til verkefnavinnu er afmarkaður þannig að þeir þurfa að halda sig að verki. Nemendum er stöðugt leiðbeint í átt að makmiðum sínum, vakin áthygli á því þegar þeir ná settum markmiðum og þeim leiðbeint um næstu skref  til áframhaldandi árangurs.

Þegar ég var Ferlisskólanum heyrði ég aldrei minnst á hugtakið árangur. Mikil áhersla er hinsvegar á umhyggju með nemendum, að þeim líði vel og að frelsi þeirra til sköpunar sér virt. Markmiðin felast fremur í ferlinu sjálfu og viðmið um árangur eru almennt ekki sett fram. Kennarinn leiðbeinir þeim nemendum sem til hans leita og hrósið er almennt t.d. „flott hjá þér“ og „mikið eruð þið dugleg“. Kennarinn grípur hiklaust tækifæri sem koma upp á stundinni og breytir jafnvel viðfagsefninu. Í Ferlisskólanum virðast kennararnir markvisst forðast einstaklingsmun og því er ekki vakin sérstök athygli á vinnu eða hugmyndum einstakra nemenda. Öfugt við Árangursskóla eru nemendur töluvert á hreyfingu um kennslurýmið og hafa t.d. ekki ákveðin sæti. Tíminn sem þeir hafa til að sinna verkefnunum sínum er rúmur og tækifæri til að spjalla við félagana eru næg.

Það var mjög spennandi að vera í tengslum við þessa ólíku skóla á sama tíma og ég komst ekki hjá því að vera stöðugt að bera saman í huganum. Það sem skólarnir áttu þó sameiginlegt var að báðir starfa þeir eftir skýrri hugmyndafræði sem allir starfsmennirnir fylgja af sannfæringu.

Það er líklega ekki aðeins lengd skólaársins sem skiptir máli, heldur ekki síður inntak starfsins sem hlýtur að taka mið af því hvaða þekkingu, viðhorf og færni við viljum að nemendur okkar búi yfir þegar þeir yfirgefa skólann sinn og hvernig við ætlum að tryggja að það gangi eftir- áður en sumarleyfið hefst.

NKC

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s