Ferilskrár nemenda – tillaga fyrir kennara

kkkNýstárleg leið til að brúa bilið á milli heima barnsins er að gera ferilskrá barnsins. Með ferilskránni gefst barninu tækifæri til að bera sýnishorn af lífi sínu og reynslu inn í skólann og kynnt hana fyrir öðrum.

Á alþjóðlegri ráðstefnu um eflingu samstarfs leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila sem haldin var í húsnæði Menntavísindasviðs þann 19. sept. s.l. sagði  Sally Peters frá Waikato á Nýja Sjálandi frá verkefni þar börn hefja grunnskólagöngu sína með ferilsská í farteskinu. Í ferilskránni eru myndir af barninu frá ýmsum tímum ásamt fjölskyldumeðlimum og vinum auk ýmissa skriflegra upplýsinga. Peters sýndi ljósmyndir af ungum nemendum sem grúfðu sig yfir ferilskrár og voru greinilega að segja hvort öðru frá.

Sessunaut mínum og mér datt báðum í hug að það gæti verið upplagt heimaverkefni fyrir nemendur að gera ferilskrár með hjálp foreldra sinna og kynna þær svo í skólanum. Öll vitum við hvað það er mikilvægt að byggja nám á reynslu barnanna og því getur verið mjög upplýsandi fyrir kennara að þekkja forsögu þeirra þar á meðal áhugamál. Upplýsingarnar sem fram koma í þessum ferilskrám gætu því orðið verðmætur grunnur að ýmsum verkefnum. Það er heldur ekki erfitt að hugsa sér að það geti gefið ungum nemendum visst öryggi að vera með feilsskrána sína í skólanum þar sem hún getur brúað bilið milli skóla og heimilis og þar eru m.a. ljósmyndir af mömmu og pabba.

Það má líka hugsa sér að leikskólinn og foreldrar vinni saman að gerð ferilskráarinnar áður en barnið fer í grunnskólann. Það væri t.d. hægt að gera skrána í þríriti, foreldrarnir fengju eitt eintak, grunnskólinn annað og frístundaheimilið þriðja, því þar er ekki síður þörf fyrir að starfsfólkið þekki barnið.

Eins og bent var á hér á undan þá gætu foreldrar og börn einnig unnið ferilskrána heima. Þegar það er gert er nauðsynlegt að þeir hafi góðar leiðbeiningar frá kennaranum og helst fyrirmyndir. Það þarf að taka tillit til þess að ekki hafa allar fjölskyldur kost á að setja upp efni á tölvu og prenta úr og það hafa heldur ekki allir foreldrar vald á íslensku. Til að tryggja jafna möguleika allra væri hægt að vera með opna vinnustofu í skólanum þar sem fjölskyldur geta fengið aðstoð og aðgang að tækjum.

NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s