Við vorum svo heppnar að Berglind Björnsdóttir, móðir og aðstoðaskólastjóri á Blönduósi sendi okkur hugmyndir sem hún hefur unnið með til að hvetja dóttur sína áfram í lestri. Þetta er annars vegar hvatnig við sumarlestur og hins vegar lestrarbingó.
Hún hefur þýtt þetta efni af erlendum síðum (telur sig líklega hafa fundið það á Pinterest) og notað til að fá yngri dóttur sína til að halda sig við lestur – sem ekki gekk alltaf vel.
Berglind hefur notað sumarlestrar-formið í tvö sumur með góðum árangri. Dóttir hennar sem er 10 ára las 16 bækur s.l. sumar, Það var önnur gulrót með í hvatningunni, dóttirin átti að fá 7000 kr. upp í hlaupahjól sem hún var að safna sér fyrir, ef vel gengi.
Lestrarbingóið – notar fjölskyldan til viðbótar við heimalestur, sem þau leggja mikla áherslu á að sé mjög reglulegur. Lestrarbingóið er hugsað sem hljóðlestur ef/þegar dóttirin er í stuði – og verðlaunin fær hún að velja sjálf, innan skynsemismarka.
Berglind gaf okkur leyfi til að deila þessum verkefnum í word svo fólk geti aðlaðgað þau að sínum þörfum. Þetta eru góðar hugmyndir fyrir foreldra sem vilja hvetja börn sín til lestrar. Það er ekki nauðsynlegt að vera með auka verðlaun, það fer eftir því hvað foreldrar telja best og/eða nauðsynlegt fyrir barnið sitt hvort þeim er bætt við.
EK