Líf og fjör í vinnunni! 101 leið

glediÞó hlutverk skólans sé að annast uppeldi og menntun barna þá má starfsfólkið ekki gleymast.
Ragnheiður E. Stefánsdóttir mannauðsráðgjafi á skóla-og frístundasviði hefur tekið saman:

1. Hafa leynivinaleik.

2. Hafa púsluspil, spil, krossgátur, sudoku o.fl. inn á kaffistofu.

3. Gerðu rútínuverkin áhugverðari t.d. með því að vinna á nýjan máta, setja inn keppni og taka tímann eða hlusta á tónlist á meðan.

4. Rifjaðu upp góðar myndir og skemmtilegar senur úr þeim.

5. Taktu stuttar pásur og teygðu þig.

6. Allir að mæta í einhverjum lit, t.d. gulu fyrir páska, rauðu fyrir jól, bleiku á degi brjóstaheilsu o.s.frv.

7. Hafa hrósdag.

8. Hafa plankaæfingar og jafnvel keppni.

9. Raulaðu skemmtileg lög.

10. Vera með mjúkan bolta og grípa í annað slagið og kasta á milli o.fl.

11. Skipuleggja klepparamót sem jafnvel er í gangi yfir einhvern tíma.

12. Segðu góðan brandara inn á kaffistofu.

13. Hafa rugldag, allir skipta um hlutverk.

14. Hrósa einhverjum.

15. Spjallaðu við einhvern sem þú umgengst ekki mikið.

16. Legðu þig fram við að þekkja alla á vinnustaðnum.

17. Gefðu einhverjum nammi.

18. Gerðu fallegt í kringum þig t.d. skrifborðið, skápinn eða aðra aðstöðu.

19. Skrifaðu skemmtileg skilaboð til samstarfsfélaga.

20. Komdu með köku í vinnuna.

21. Vera með prjónaklúbb.

22. Hefjið fundi á skemmtilegum nótum, með brandara, stuttu myndbandi eða leik.

23. Hengja upp fermingarmyndir og halda fermingarveislu.

24. Skiptist á að koma með veitingar á fundi.

25. Hafa málshætti eða orðatiltæki í skál þar sem hver og einn getur dregið miða fyrir sig.

26. Hafa Pup-Quiz keppni.

27. Fara saman í stuttan göngutúr.

28. Náðu í kaffi fyrir samstarfsfélaga.

29. Deilið skemmtilegum sögum úr sumarleyfi á fyrstu fundum að hausti.

30. Réttu fram hjálparhönd.

31. Hafa hrekkjaviku.

32. Spurðu einhvern um hvernig helgin hafi verið.

33. Bjóða góðan daginn.

34. Halda litla ólympíukeppni.

35. Gera origami eða snjókorn saman á kaffistofunni.

36. Vera með leshóp.

37. Brosa.

38. Karaoke keppni.

39. Skiptast á mataruppskriftum.

40. Hafa ljótupeysudag.

41. Halda skutlukeppni.

42. Vera með spilahóp.

43. Legðu þig fram við að eignast vin á vinnustaðnum.

44. Veittu öðrum athygli.

45. Búningakeppni á öskudag.

46. Skiptast á að halda örnámskeið; að semja ljóð, sveppatínsla, konfektgerð, jólaföndur o.s.frv.

47. Morgunverðarvinur, draga nafn og færa viðkomandi morgunverð einhvern daginn.

48. Bannað að klæðast svörtu dagur.

49. Sultukeppni með dómnefnd, verðlaunum og smakki fyrir alla.

50. Húlla hopp keppni.

51. Hafa brandartöflu upp á kaffistofu.

52. Senda gátur í tölvupósti.

53. Hafa furðusokkadag.

54. Botna vísur í gegnum tölvupóst.

55. Syngja saman í hádeginu.

56. Vera með skokkhóp.

57. Fá aðra til að hlæja.

58. Halda listasýningu með ýmsum verkum sem einstaklingar í hópnum hafa gert.

59. Eitt gott klapp fyrir góðum árangri og góðum hugmyndum.

60. Hafa hláturdag.

61. Hafa upplestur úr bókum fyrir jólin.

62. Halda upp á afmæli, t.d. mánaðarlega.

63. ´‘Bad hair day“.

64. Hláturjóga

65. Hafa skemmtinefnd.

66. Skiptist á góðum hugmyndum fyrir helgar, listasýningar framundan, tónleikar o.s.frv.

67. Gefðu einhverjum axlanudd.

68. Hafa búningakassa með hárkollum, sólgleraugum, trúðanefjum og grímum sem hægt er að grípa í við tækifæri.

69. Hafa örjóga í hádeginu.

70. Hengja upp barnamyndir og allir giska á hver er hver.

71. Hafa náttfatadag.

72. Gjafaleikur fyrir jólin.

73. Halda fundi á nýjum stöðum, t.d. úti.

74. Fagna vel öllum áföngum.

75. Innanhús minigolfkeppni.

76. Finna tvífara og hengja upp myndir.

77. Giskaðu á magnið; full skál af Nóakroppi eða öðru nammi, allir giska og sá sem er næst því vinnur.

78. Sumarorlofsljósmyndakeppni.

79. Safnið góðum mataruppskriftum og setjið saman í bók.

80. Gera eitthvað skemmtilegt saman fyrir utan vinnu.

81. Hafa kökukeppni, með dómnefnd og smakki fyrir alla.

82. Hafa töflu inn á kaffistofu með ýmsu skemmtilegu; uppskriftum, uppákomum í hverfinu á næstunni, bröndurum o.fl.

83. Fara saman í snú snú í hádeginu.

84. Hafa kósídag, kertaljós og rólega tónlist.

85. Hafa stafsetningarkeppni.

86. Æfa sig að juggla boltum í hádeginu.

87. Hafa dartmót.

88. Byrja fundi á stuttu myndbandi.

89. Setja á tónlist og dansa hressilega í kaffipásunni.

90. Spá í bolla eða spil.

91. Hafa hattadag.

92. Gefa hvort öðru höfuðnudd.

93. Fara í morðingjaleik.

94. Trúðadagur.

95. Teboð

96. Allir út í snjókast.

97. Kjósið um topp 10 lista; veitingastaðir, góðar gönguleiðir, bestu brandararnir o.fl.

98. Allir skrifa tvær staðreyndir og eina lygi um sjálfan sig. Setja í pott og síðan er dregið eitt í einu, lesið upp og aðrir eiga að geta hver viðkomandi er.

99. Halda óvænt partý eða aðrar uppákomur.

100.Semja saman ljóð.

101.Allir leggja sig fram við að hafa gleði á vinnustaðnum!

Færðu inn athugasemd