Árangur 2

tape-measureMig langar að grípa boltann frá Eddu og ræða áfram um árangur í skólastarfi.  Ég er sammála Eddu þegar hún varar við því að horfa á einkunnir sem hinn eina rétta mælikvarða . Í þessum pistli langar mig að spinna áfram og í aðeins aðra átt. Mig langar að pæla í því hvaða merkingu foreldrar leggja í árangur í skólastarfi.

Foreldrar horfa líklega á árangur í skólastarfi aðallega frá tveimur sjónarhólum. Annars vegar á námsárangur barnsins þeirra og hins vegar á árangur einstakra skóla í samanburði við aðra skóla. Margir foreldrar horfa líka til árangurs skólakerfa og vilja bera saman skólakerfi milli landa með alþjóðlegar kannanir að vopni. Mig grunar að þó margir foreldrar hafi kannski ekki skýra mynd af því hvernig meta á árangur í skólastarf þá telji langflestir þeirra að vel heppnuð skólaganga sé grundvöllur fyrir velgengni og almennri velferð barna þeirra í lífinu.

Viðmið foreldra um árangur í skólastarfi breytast gjarnan þegar þeir kynnast skólastarfi barna sinna af eigin raun. Sumir foreldrar hafa val og kynna sér skólana áður en barnið byrjar til að meta gæði skólastarfsins. Aðrir fylgjast áhugasamir með fyrstu skóladögunum og kynnast kennaranum og nýjum hugtökum eins og eineltilsáætlun og eintaklingsmiðað nám. Margir átta sig á að árangursrík skólaganga barnsins veltur á fleiri þáttum en þeir höfðu áður gert ráð fyrir.

Foreldrar sem tekið hafa virkan þátt í foreldrarstarfi sjá gjarnan að afar ólík árangursviðmið koma til tals hjá okkur foreldrum og oft verða umræðurnar heitar og tilfinningaríkar. Þættir eins og heitur matur í hádeginu eða ólíkar aðferðir við lestrar- eða stærðfræðikennslu kalla fram skörp skoðanaskipti um gæði og árangur.

Foreldrar vilja gjarnan fylgjast með árangri barna sinna í námi. Eins vilja þeir geta fylgst með árangri skóla til að meta hvort þessi eða hinn skólinn sé góður kostur fyrir barnið þeirra. Við vitum að ótal þættir í skólastarfinu hafa áhrif á velgengni og velferð barna okkar í lífinu. Foreldrar ættu þó að stuðla að markvissri umræðu um árangursviðmið svo hægt sé að ná sátt um hvernig við mælum árangur.

Það er líklega óraunsær draumur að við fáum einn einfaldan mælikvarða á skólastarf, en þó held ég að við eigum að stefna að því að markviss og opin umræða um skýra stefnu, markmið og forgangsröðun einstakra árangursviðmiða, svo sem eins og lesskimun, samræmd próf, félagsfærni eða sterk sjálfsmynd nemenda, leiði til þess að allt skólasamfélagið verði sammála um hvernig við mælum árangur í skólastarfi. Við erum öll sammála um að við viljum ná meiri árangri í skólastarfi og það eru gömul sannindi að engin leið er að stýra því sem ekki er hægt að mæla.

Ketill B Magnússon

One response to “Árangur 2

  1. Bakvísun: Árangur 3 -Samkeppni um árangur | Krítin·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s