Við erum stolt af skólanum okkar

282246_10151933221198782_1659607038_nNú hefst nýr liður á Krítinni sem kallast „Við erum stolt af skólanum okkar“ Leikskólinn Mánagarður ríður á vaðið að eigin frumkvæði,  en við köllum eftir pistlum frá starfsfólki skóla  sem lýsir  því hvers vegna þau eru  stolt af skólanum sínum.

Leikskólinn Mánagarður er rekinn af Félagsstofnun Stúdenta og  vinnur eftir uppeldisstefnu sem heitir High Scope og er eini leikskólinn á Íslandi sem hefur vottað leyfi til þess að starfa eftir þessari stefnu.  Árið 2008-2009 fóru tveir starfsmenn leikskólans,  Íris Dögg Jóhannesdóttir leikskólakennari og Herdís Stephensen leikskólaliði til USA til náms. Eftir ferðir þeirra út  voru haldnir starfs- og námsskeiðsdagar til þess að kenna öðrum kennurum skólans. Vinnan við að innleiða stefnuna hefur verið þrotlaus og hafa kennarar skólans sýnt fram á með óbilandi þolinmæði, vinnu og trú á að allt sé hægt ef vilji er fyrir hendi. Vinnunni er hvergi  nærri lokið og  frá árinu 2008 hefur vinnan verið gífurleg og árangur sýnt sig með vinsælum, góðum og metnaðarfullum skóla með frábæru starfsfólki. Kennarar skólans sýna mikið frumkvæði, hugmyndarflug, staðfestu og hugarfarsbreytingu og temja sér ný vinnubrögð og orðræðu þar sem virkt nám, hvatning, stuðningur, virðing og jafnrétti er í fyrirrúmi. High Scope stefnan hefur breytt leikskólanum Mánagarði í metnaðarfullan skóla.

Tveir starfsmenn leikskólans halda úti facebooksíðu þar sem þær kynna sniðugar hugmyndir til að nota í vinnu með börnum.

521927_10151878697898782_204697771_n

managardur21110927010

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s