Íslandsvinur valinn skólastjóri ársins í London og Austur Englandi

Nýlega var John Morris skólastjóri í Ardleigh Green Junior School útnefndur skólastjóri ársins í London og Austur Englandi. Óhætt er að kalla John Íslandsvin því síðastliðin 5 ár hefur hann oft komið til Íslands. Aðdragandinn að tengslum Johns og  íslenskra skóla var samstarf hans og Vesturbæjarskóla  en í kjölfar þess hefur John  haldið  nokkur námskeið fyrir  kennara á vegum skóla-og frístundasviðs, flutt fyrirlestra m.a. á Öskudagsráðstefnu og verið leiðbeinandi í þróunarstarfi Laugarnesskóla, Hamraskóla og Álftamýrarskóla (nú Háaleitisskóli). Á næsta skólaári bætast Langholtsskóli, Vogaskóli, Ártúnsskóli og Sæmundarskóli í þann hóp.  Á annað hundrað íslenskra kennara og skólastjóra hafa einnig heimsótt Ardleigh Green. Þessi mikla viðurkenning ætti ekki að koma þeim sem kynnst hafa John og starfsháttum hans á óvart.  Ardleigh Green er í hópi bestu skóla í Englandi og áhugi Johns á skólastarfi er einstakur. John er nú í hópi fimm skólastjóra sem koma til greina við val á skólastjóra ársins í gervöllu Stóra- Bretlandi. Þrátt fyrir velgengni sína er John afar hógvær en vegtyllur og peningar skipta hann minna máli en löngunin til að láta gott af sér leiða í skólastarfi og öðrum verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur.

Hér á landi hefur John einkum fjallað um fjölbreytta kennsluhætti í læsi en þar skipar ritun, leikræn tjáning og samræður nemenda stóran sess. Sjálfur telur John lykilinn að góðri kennslu og námi vera leiðbeinandi námsmat (leiðsagnarmat) og góða uppbyggingu kennslustunda. Markmið með hverri kennslustund þurfa að vera skýr, einnig í augum nemenda, og viðmið um árangur þurfa að liggja fyrir. Samfella í námi hvers nemanda skiptir höfuð máli. Markmið þróunarverkefnis Laugarnesskóla, Hamraskóla og Háaleitisskóla er að setja viðmið um góða kennslu og nám, en með viðmiðunum er leitast við að tryggja  samræmi í kennsluháttum innan hvers skóla og að nám allra nemenda verði sem best og árangursríkast.   KRÍTIN óskar John Morris til hamingju veð verðskuldaðað viðurkenningu.

Hér má lesa nánar um skólastjóra ársins í London og Austur Englandi.

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s