Það er mikilvægt að bera virðingu fyrir starfinu sínu

 Áhrif kennarans í kennslustofunni eru mikil. Stundum finnst mér eins og þau séu svo yfirþyrmandi að kennarar vilji helst ekki horfast í augu við þau. Nemendur líta til kennarans sem fyrirmyndar og allt hans viðmót smitar það andrúmsloft sem ríkir í kennslustofunni. Þess vegna er það sem fram kemur í þessu heilræði til kennara svo mikilvægt:

 Sýndu að þér líkar starf  þitt og við nemendur þína. Viðhorf þitt og framkoma hefur áhrif á  þá orku sem  ríkir í kennslustofunni.

(501 tips for teachers)

 Nemendur lesa stöðugt  í svipbrigði, orð og athafnir kennara síns og vega og meta stöðu sína miðað við það sem þau sjá og heyra. Auðvitað er það þekkt að sumir nemendur hætta þessu, láta kennarann lönd og leið og spegla sig frekar í bekkjafélögum sínum eða öðrum krökkum sem þeim finnast áhugaverðir. Þegar kennari missir nemendur frá sér  með þessum hætti er hætt við því að lítið fari fyrir námi viðkomandi nemanda. Í sumum tilvikum verður til mikil valdabarátta og þessir nemendur valda jafnvel usla í kennslustundum. Ekki síst ef kennarar reyna ekki að skilja hvað liggur að baki hegðun nemendanna og læra að bregðast við þeim með aðferðum sem ýta ekki undir valdabaráttu. Það er ekki nóg fyrir kennara að vera vel að sér í þeirri námsgrein sem hann kennir og geta miðlað því efni vel frá sér. Viðhorf  kennarans og samskiptahæfni  eru ekki síður mikilvægir þættir til að tryggja að nemendur þrífist í skólanum og nám geti átt sé stað. Kennari sem hefur gefist upp á öðrum þáttum starfs síns en miðlun þekkingar getur verið mjög sorgleg sjón, þar sem hann stendur upp við töflu og talar um námsefnið án nokkurra tengsla við nemendur sem jafnvel eru að spjalla saman, senda SMS eða skoða vefsíður. Orkan sem ríkir í þannig kennslustundum einkennist af vonleysi og virðingarskorti.  

 Það er auðveldara fyrir kennara að ýta undir nám hjá nemendum sem telja að kennaranum líki við þá. Ef nemendur upplifa það að kennaranum sé sama um þá og leiðist í vinnunni hætta þeir að taka mark á honum og leggja sig því síður fram í námi. Þannig hefur viðhorf kennarans til nemenda og vinnu sinnar áhrif á vinnusemi nemenda og námsárangur.

Hugtökin virðing og traust eru mjög mikilvæg í þessu samhengi. Kennari sem ber virðingu fyrir starfi sínu og nemendum á auðveldara með að rækja starf sitt vel, skapa vinnumóral í kennslustofunni  og nemendur hans bera frekar virðingu fyrir honum, treysta því að hann sé bandamaður þeirra og til getur orðið andrúmsloft sem einkennist af metnaði og vinnusemi.  Það er gaman að vera í bekk hjá kennara sem tekst að skapa þesskonar andrúmsloft og í þannig andrúmslofti er líka gefandi að vera kennari.

Kennarinn er eins og áður segir fyrirmynd nemenda og:

 Það góða við kennslu er að nemendur eru alltaf að með augun á þér. Það slæma við kennslu er að nemendur eru alltaf með augun á þér. Ef þér líkar ekki  að vera undir smásjá skaltu hætta að kenna.

(501 tips for teachers)

EK

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s