Af hverju eru frönsk börn ekki með ADHD?

ADHDVinur minn deildi nýlega athyglisverðri grein á Twitter sem birtist í Psychology Today. Í greininni er  borinn saman fjöldi barna sem greinast með ADHD í Bandaríkjunum og í Frakklandi.  Í Bandaríkjunum eru a.m.k. 9% skólabarna greind með ADHD meðan aðeins 0.5 % franskra barna fá þessa greiningu. Höfundurinn  Marilyn Wedge, Ph.D., veltir því fyrir sér hvernig Frakkar hafi nánast alveg sloppið við þann faraldur sem ADHD er.

Hún bendir á að þjóðirnar tvær skilgreini ADHD með mismunandi hætti, Bandaríkjamenn líta á einkennið sem tauga-líffræðilegt vandamál sem orsakast af líffræðilegum ástæðum eins og efnafræðilegu ójafnvægi í heila barnsins. Algengasta meðferðin er einnig byggð á líf-sálfræðilegri nálgun þ.e. lyfjagjöf eins og Ritalini. Franskir barnasálfræðingar skilgreina einkennið aftur á móti sem sálfræðilegt ástand sem á rætur í félags-sálfræðilegum vanda. Í stað þess að meðhöndla hegðunarvanda barnanna með lyfjum er fremur leitað eftir undirliggjandi vanda sem skýrt geti erfiðleika barnsins. Skýringanna er með öðrum orðum ekki leitað í heila barnsins heldur í því félagslega samhengi sem barnið lifir í. Meðferðin fest í því að takast á við undirliggjandi vanda með sálfræðilegum aðferðum eða fjölskylduráðgjöf og stundum einnig með því að skoða mataræði barnins. Höfundur bendir á að það sé gífurlegur munur á viðhorfi þessara tveggja þjóða til barnauppeldis sem skýri hvers vegna frönsk börn hegði sér almennt betur en hin bandarísku. Það gerir að verkum að minni krafa er um greiningar á börnum í Frakklandi. Þetta leiðir ósjálfrátt hugann að orðum finnska fræðimannsins Pasi Sahlberg sem hélt því fram að í Finnlandi  væru börn ekki með ADHD þar væri litið á hegðunina sem bernsku. Þannig virðist sem fjöldi greininga haldist algerlega í hendur við uppeldisaðferðir og viðhorf til barna.

Í umræddri grein vísar höfundur í Druckerman sem segir að franskir foreldrar elski börnin sín ekkert síður en amerískir foreldrar, en þeir frönsku hafi aðrar hugmyndir um aga.  Þeir  álíta að staðfesta í uppeldinu,  þ.e.a.s. þegar foreldrar fylgja eftir þeim reglum sem þeir setja, veiti börnum öryggi og geri þau einnig hamingjusamari. Þetta segir höfundur að sé í samræmi við hennar eigin reynslu bæði sem sálfræðings og móður. Út frá hennar sjónarmiði, sem barnasálfræðings, telur hún mjög skiljanlegt að frönsk börn þarfnist ekki lyfja til að stjórna eigin hegðun enda læri þau snemma að tileinka sér sjálfsaga. Í frönskum fjölskyldum eru það foreldrarnir sem sitja við sjórnvölinn andstætt því sem oft á við í amerískum fjölskyldum þar sem því er of oft þver öfugt farið.

Mér er ekki kunnugt um hversu hátt hlutfall barna hér á landi hefur fengið ADHD greiningu en ég hef á tilfinningunni að þau séu a.m.k fleiri en í Frakklandi og í Finnlandi. Viðhorf okkar og úrræði virðast býsna lík þeim bandarísku,  tilhneigingin hefur verið sú að eigna barninu vandann og meðhöndla það fremur en að beina athyglinni að uppeldinu og umhverfinu. Kannski er það líka þægilegast, eða hvað?

NKC

8 athugasemdir við “Af hverju eru frönsk börn ekki með ADHD?

  1. Hér er andsvar við erlendu greinina sem ég skrifaði fyrir nokkru á öðrum vettvangi. Kannski ágætt að koma því hingað líka.
    Mbk.
    Hákon
    ————
    Lauslega svarað
    „Is ADHD a biological-neurological disorder? Surprisingly, the answer to this question depends on whether you live in France or in the U.S.“

    Þetta er einfaldlega rangt. Það er enginn ágreiningur meðal vísindamanna, lækna eða annarra. ADHD er taugaröskun.

    „French child psychiatrists, on the other hand, view ADHD as a medical condition that has psycho-social and situational causes. Instead of treating children’s focusing and behavioral problems with drugs, French doctors prefer to look for the underlying issue that is causing the child distress—not in the child’s brain but in the child’s social context.“

    Fráleitt og móðgandi, uppeldi hefur engin áhrif á taugaraskanir. Einstaklingur með Tourettes væri með Tourettes sama hvernig uppeldi eða „pshyco-social“ aðstæðum sá hefur upplifað.

    „French child psychiatrists don’t use the same system of classification of childhood emotional problems as American psychiatrists. They do not use the Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders or DSM.“

    Segir margt um afhverju tíðni ADHD er minni í Frakklandi en annarstaðar.

    „The French holistic, psychosocial approach also allows for considering nutritional causes for ADHD-type symptoms—specifically the fact that the behavior of some children is worsened after eating foods with artificial colors, certain preservatives, and/or allergens. Clinicians who work with troubled children in this country—not to mention parents of many ADHD kids—are well aware that dietary interventions can sometimes help a child’s problem. In the U.S., the strict focus on pharmaceutical treatment of ADHD, however, encourages clinicians to ignore the influence of dietary factors on children’s behavior.“

    Gott mataræði er gott.. Fyrir alla.

    „And then, of course, there are the vastly different philosophies of child-rearing in the U.S. and France. These divergent philosophies could account for why French children are generally better-behaved than their American counterparts. Pamela Druckerman highlights the divergent parenting styles in her recent book, Bringing up Bébé. I believe her insights are relevant to a discussion of why French children are not diagnosed with ADHD in anything like the numbers we are seeing in the U.S.“

    Aftur víkur höfundur að uppeldi, þrátt fyrir að hafa skrifað að Frakkar noti ekki sama kerfi til greininga og aðrar þjóðir.. Hvaða bull er þetta?

    „From the time their children are born, French parents provide them with a firm cadre—the word means „frame“ or „structure.“ Children are not allowed, for example, to snack whenever they want. Mealtimes are at four specific times of the day. French children learn to wait patiently for meals, rather than eating snack foods whenever they feel like it. French babies, too, are expected to conform to limits set by parents and not by their crying selves. French parents let their babies „cry it out“ (for no more than a few minutes of course) if they are not sleeping through the night at the age of four months.“

    Anecdotal og alhæfandi rusl. Þarf eiginlega ekki að eyða meiri orðum í þetta enn það…

    „French parents, Druckerman observes, love their children just as much as American parents. They give them piano lessons, take them to sports practice, and encourage them to make the most of their talents. But French parents have a different philosophy of discipline. Consistently enforced limits, in the French view, make children feel safe and secure. Clear limits, they believe, actually make a child feel happier and safer—something that is congruent with my own experience as both a therapist and a parent. Finally, French parents believe that hearing the word „no“ rescues children from the „tyranny of their own desires.“ And spanking, when used judiciously, is not considered child abuse in France.“

    Fleiri alhæfingar, nema hvað að ofbeldi gegn börnum er ekki ofbeldi í Frakklandi…

    Síðan náttúrulega það mest pirrandi við þessa „grein“… Þetta er AUGLÝSING FYRIR BÓK sem höfundur skrifar sjálfur.
    Hrmpf!

    • Fullyrðingar um að tíðni ADHD í Frakklandi sé lægri en í nágrannalöndunum eru rangar og standast ekki nánari skoðun.

      Sama á við staðhæfingar hvað varðar meðferðarúrræði sem beitt hefur verið þar í landi.

      Staðreyndir málsins eru öllu svartari og birtast meðal annars hjá frönskum ungmennum í auknu brottfalli úr skóla, tíðni reykinga og uppfullum fangelsum af ungmennum með athyglisbrest.

      Þá sorglegu stöðu má einfaldlega rekja til tregðu Frakka til að viðurkenna ADHD sem taugaþroskaröskun – og eins rótgróinni andúð þar í landi á lyfjagjöf þegar kemur að geðrænum þáttum meðal barna og ungmenna.

      Reyndar virðast Frakkar hægt og rólega vera að átta sig á vandanum og breyta samkvæmt því.

      Marilyn Wedge var enda svarað í sama miðli seinna það sama ár og röksemdir hennar einfaldlega hraktar: https://www.psychologytoday.com/blog/here-there-and-everywhere/201209/french-kids-do-have-adhd-interview

      Enda benda allar rannsóknir til að ADHD sé fyrst og fremst taugaþroskaröskun (85% – annað má rekja til heilaskaða eða álíka).

      ADHD er sem sagt greinilega og óvéfengjanlega erfðatengt fyrirbrigði og hefur ekkert með umhverfi eða uppeldi að gera.

      Þar með eru engar líkur – ekki litlar, heldur hreinlega engar – á að tíðni ADHD í Frakklandi sé önnur en í nágrannaríkjum (vegna erfðatengsla fellur USA þar undir).

      Því miður lifa svona upphlaup þó góðu lífi á síðum veraldarvefsins.

      Við þetta má svo bæta að Merilyn Wedge er doktor í heimspeki auk sálfræðimenntunar sem tengist hjónabands- og fjölskylduráðgjöf. Hún gefur sig reyndar út fyrir að vera sérsfræðingur í málefnum ADHD – en við nánari skoðun reynast þau fræði ekki hátt skrifuð utan kannski lítils hóps í Bandaríkjunum. Læt fylgja hér einn tengil sem lýsir ágætlega hennar skoðunum: https://samanthahines.wordpress.com/2013/05/19/the-trouble-with-marilyn-wedges-analysis/

      Virðingarfyllst,
      Vilhjálmur Hjálmarsson
      einstaklingur með ADHD

  2. Fullyrðingar um að tíðni ADHD í Frakklandi sé lægri en í nágrannalöndunum eru rangar og standast ekki nánari skoðun.

    Sama á við staðhæfingar hvað varðar meðferðarúrræði sem beitt hefur verið þar í landi.

    Staðreyndir málsins eru öllu svartari og birtast meðal annars hjá frönskum ungmennum í auknu brottfalli úr skóla, tíðni reykinga og uppfullum fangelsum af ungmennum með athyglisbrest.

    Þá sorglegu stöðu má einfaldlega rekja til tregðu Frakka til að viðurkenna ADHD sem taugaþroskaröskun – og eins rótgróinni andúð þar í landi á lyfjagjöf þegar kemur að geðrænum þáttum meðal barna og ungmenna.

    Reyndar virðast Frakkar hægt og rólega vera að átta sig á vandanum og breyta samkvæmt því.

    Marilyn Wedge var enda svarað í sama miðli seinna það sama ár og röksemdir hennar einfaldlega hraktar: https://www.psychologytoday.com/blog/here-there-and-everywhere/201209/french-kids-do-have-adhd-interview

    Enda benda allar rannsóknir til að ADHD sé fyrst og fremst taugaþroskaröskun (85% – annað má rekja til heilaskaða eða álíka).

    ADHD er sem sagt greinilega og óvéfengjanlega erfðatengt fyrirbrigði og hefur ekkert með umhverfi eða uppeldi að gera.

    Þar með eru engar líkur – ekki litlar, heldur hreinlega engar – á að tíðni ADHD í Frakklandi sé önnur en í nágrannaríkjum (vegna erfðatengsla fellur USA þar undir).

    Því miður lifa svona upphlaup þó góðu lífi á síðum veraldarvefsins.

    Við þetta má svo bæta að Merilyn Wedge er doktor í heimspeki auk sálfræðimenntunar sem tengist hjónabands- og fjölskylduráðgjöf. Hún gefur sig reyndar út fyrir að vera sérsfræðingur í málefnum ADHD – en við nánari skoðun reynast þau fræði ekki hátt skrifuð utan kannski lítils hóps í Bandaríkjunum. Læt fylgja hér einn tengil sem lýsir ágætlega hennar skoðunum: https://samanthahines.wordpress.com/2013/05/19/the-trouble-with-marilyn-wedges-analysis/

    Virðingarfyllst,
    Vilhjálmur Hjálmarsson
    einstaklingur með ADHD

  3. Vinsamlega, ef hægt er, þá skrifaði ég heillanga athugasemd vegna greinarinnar um adhd og hvernig frakkar fara að og Bandaríkjamenn. Eitt af einkennum adhd er að eitthvað getur farið úrskeiðis. Grein mín er þarna einhversstaðar, en hvar. Átti ég að ýta á einhvern save takka: missti eg af að skilja einhverja setningu á ensku: click an icon to log in, en hvað þýðir það. (70 ára adhd, greind fyrir ca. 11 árum. Vildi gjarnan deila með reynslu minni, og gerði það hér, þarf bara að finna athugasemd sem ég finn ekki!
    Norma Additi

  4. Bakvísun: Umræða um ADHD | Krítin·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s