Lestarkennsla og leigubílar

bokMaður sem ferðast oft til útlanda sagðist hafa veitt því athygli að Íslendingar, sem eru í vinnuferðum  í útlöndum, taki yfirleitt leigubíla frá flugvöllum á hótelin  öfugt við flesta útlendinga, sem taki lestir eða strætisvagna. Hann sagðist velta því fyrir sér hvort þetta væri vegna þess að Íslendingar kunni illa að lesa tímatöflur, sem er áhugaverð hugleiðing. Við Íslendingar eru stolt af bókmenntum okkar og leggjum ríka áherslu á að öll börn læri að lesa, enda er það undirstaða frekari menntunar. Þessar áherslur eru kjarninn í  Hvítbók en eins og kunnugt er koma þar fram tvö meginmarkmið um umbætur í menntun á Íslandi til ársins 2018, annað þeirra er að 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri.  En hvað felst í því að kunna að lesa? Er nægilegt að kunna að  lesa bókmenntir eða þarf að huga að fleiri þáttum, t.d. tímatöflum?

Í námsskrá í skóla nokkrum í Englandi, er gert ráð fyrir að allir nemendur læri að lesa marga ólíka texta. Fyrir utan bókmenntir fá þeir þjálfun í að lesa ólíkar tegundir leiðbeininga bæði skriflegar, með táknum og töflum. Einnig æfast þeir í að lesa upplýsingar og skýringar t.d. í fræðiritum, auk texta sem hefur það hlutverk að sannfæra aðra, t.d. beinar og óbeinar auglýsingar, fréttir og blaðagreinar svo eitthvað sé nefnt.  Þar að auki eru nemendur þjálfaðir í að greina textann t.d. að draga út aðalatriði hans, skoða myndlíkingar, hugtök, orðtök o.fl. Mikil áhersla er lögð á samræður, gagnrýni og rökræður nemenda samhliða lestri og ritun. Hér er ég að tala um námsskrá á yngsta og miðstigi grunnskóla.

Í mörgum nágrannalöndum okkar hefur vaxandi áhersla verið á miðlalæsi en með miðlalæsi læra nemendur að skilja hvað liggur að baki  efni í fjölmiðlum og á netinu. Hver setur efnið þar, hvað liggur að baki því, eftir hverju hann/hún er að sækjast og hverjir hagsmunir hans/hennar eru o.s.frv. Nemendur læra einnig að skoða áhrif miðla , m.a. auglýsinga á viðhorf og hugmyndir t.d. um staðalmyndir kynjanna. Þeir læra um þá ábyrgð sem felst í því að setja efni á netið og hvaða lög gilda um það. Hvað verður um efni sem sett er á netið og hvaða áhrif það getur það haft. Auk þess læra nemendur hvers vegna er varasamt að treysta ókunnugu fólki á netinu og annað sem tengist net og fjölmiðlanotkun.

Málið er að lestarkennsla verður ekki afgreidd með því einu að nemendur lesi sögur, upphátt eða í hljóði. Til að verða læs í nútíma samfélagi þarf augljóslega að skoða lestrarnám í miklu víðara samhengi.

Þegar ég lít til baka á minn eigin kennsluferil geri ég mér ljóst að lestrarkennslan hefði átt að vera miklu fjölbreyttari og ég vona sannarlega að nemendur sem nú eru í grunnskólum njóti fjölbreyttari lestrarkennslu en nemendur mínir gerðu. Kannski ber ég einhverja sök á óhóflegum leigubílaakstri Íslendinga í útlöndum.

NKC

One response to “Lestarkennsla og leigubílar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s