Fimm ráð til að skapa góða kennslu

5 ráðEVA (Danmarks Evalueringsinstitut)  hefur skilgreint fimm þætti sem einkenna góða og áhugahvetjandi kennslu. Þetta er gert á grunni niðurstaðna danskra og alþjóðlegra rannsókna á miðstigi grunnskólans. Í kjölfarið voru sett fram fimm hagnýt ráð að góðri kennslu. Nánar má lesa um þau á heimasíðu EVA

 1. Kennarinn skapar andrúmsloft í bekknum/hópnum sem einkennist af jákvæðu viðhorfi til náms

Margar rannsóknir hafa sýnt að gott andrúmsloft í bekknum/hópnum er megin forsenda þess að nám fari fram. Kennarinn þarf að stuðla að jákvæðu og öruggu námsumhverfi svo nemendur séu nægilega öruggir til þess að þora að viðurkenna hvað það er sem þeir vita og geta ekki. Nemendurnir verða einnig að treysta því að samskiptin við kennarann og hina nemendurna séu sanngjörn og fyrirsjáanleg. Nemendurnir þurfa líka að finna að mistök eru ekki aðeins umborin heldur er þeim beinlínis fagnað, vegna þess að þegar tekst að afhjúpa þau verða til nýir möguleikar í náminu.

Það sem kennarinn getur gert til að skapa gott andrúmsloft:

 • Hann er meðvitaður um þarfir nemenda sinna og veitir öllum nemendum reglulegan stuðning í náminu svo þeir nái sem bestum árangri.
 • Hann fylgir öllum reglum vel eftir.
 • Hann er vakandi fyrir árekstrum milli nemenda og tekur á þeim.
 1. Kennarinn setur nemendum sínum markmið

Rannsóknir sýna að það er mikilvægt að kennarinn setji námsmarkmið sem eru við hæfi hvers einstaks nemanda. Það eykur líkurnar á því að nemendur nái meiri árangri þegar nám og kennsla eru sett fram með sýnilegum markmiðum .

Skýr námsmarkmið gera nemendum ljóst hvað þeir eiga að læra og hvar og hvernig þeir eiga að vinna og hvernær þeir eru á réttri leið.

Það er mikilvægt að kennarinn:

 • Vinni út frá námsmarkmiðum þegar hann undirbýr kennsluna.
 • Velji námsmarkmið á grundvelli þeirrar vitneskju sem hann hefur um stöðu nemendanna.
 • Setji námsmarkmiðin þannig fram að nemendur skilji þau.
 • Að markmiðin séu stöðugt löguð að mismunandi þörfum nemendanna.
 1. Kennarinn vinnur með endurgjöf og mat í kennslunni

Endurgjöf kennara til nemenda eru meðal þeirra 10 þátta sem hafa allra mest áhrif á nám nemenda. Markmiðið með endurgjöfinni er að auka gæði kennslunnar með því að kennarinn og nemendur skoði kennsluna saman og komist að því hvar þörf sé fyrir endurbætur.

Endurgjöfin getur bæði verið endurgjöf til kennarans um nám nemenda og endurgjöf til nemenda um framfarir þeirra og nám.

Kennarinn getur unnið með endurgjöf og mat í kennslunni með því að:

 • Byggja á stöðu og framförum nemenda þegar hann skipuleggur kennsluna.
 • Sækjast eftir endurgjöf frá nemendum um kennsluna ( t.d. um aðferðir, efni, vinnubrögð, verkefni) og lagað kennsluna að niðurstöðum.
 • Veita nemendum endurgjöf fyrir vinnuframlag, þátttöku og afköst.

4.Kennarinn gefur nemendum hlutdeild

Hlutdeild nemenda felst í því að skapa samræðu milli kennara og nemenda. Mikilvægasta verkefni kennarans er að hlusta vel á nemendur. Það getur veitt kennaranum meiri innsýn í skilning nemenda og hjálpað honum til að tengja hugtök og efni sem nemendur þekkja við það sem þeir eiga að læra.

Kennarinn getur gefið nemendum hlutdeild með því að hlusta á það sem þeir hafa að segja, með því að virða sjónarhorn þeirra, vinna úr frá skilningi nemenda á námsefninu og gefa þeim tækifæri á að velja efni, aðferðir og námsstíl þegar það á við.

 1. Kennarinn notar fjölbreyttar kennsluaðferðir

Það gagnast nemendum vel þegar kennarinn notar fjölbreyttar kennsluaðferðir sem hæfa námi nemendanna og markmiðum námsins. Það er þó mikilvægt að áherslan á fjölbreyttar kennsluaðferðir sé ekki á kostnað skýrra markmiða og skipulags.

NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s