Þrjú verkefni úr námskeiðinu Heiltæk forysta 2020 hafa verið birt hér á Krítinni. Námskeiðið hófst 2012 og lauk 2013. U.þ.b 50 stjórnendur fræðslumála tóku þátt í námskeiðinu. Fleiri verekfni bætast við síðar.
Markmið námskeiðsins var að auka þekkingu stórnenda á hugmyndum um heiltæka forystu (e. system leadership) þar sem lög er áhersla á samfélagslegt hlutverk stjórnandans í þróunar og umbótastarfi. Hver skóli/ stofnun er öðrum háð og umbætur í einni styðja við umbætur í annarri. Því er það hlutverk leiðtogans að leiða saman aðila til að stuðla að betri menntun og lífsskilyrðum ungs fólks. Lögð er áhersla á samspil skólastefnu sveitarfélags og markmiða einstaka skóla.