Heiltæk forysta 2020

hendurÞrjú verkefni úr námskeiðinu Heiltæk forysta 2020 hafa verið birt hér á Krítinni. Námskeiðið hófst 2012 og lauk 2013. U.þ.b 50 stjórnendur fræðslumála tóku þátt í námskeiðinu. Fleiri verekfni bætast við síðar.

Markmið námskeiðsins var að auka þekkingu stórnenda á hugmyndum um heiltæka forystu (e. system leadership) þar sem lög er áhersla á samfélagslegt hlutverk stjórnandans í þróunar og umbótastarfi. Hver skóli/ stofnun er öðrum háð og umbætur í einni styðja við umbætur í annarri. Því er það hlutverk leiðtogans að leiða saman aðila til að stuðla að betri menntun og lífsskilyrðum ungs fólks. Lögð er áhersla á samspil skólastefnu sveitarfélags og markmiða einstaka skóla.

Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður skólastjórafélags Íslands gerði könnun á þörfum skólastjórnenda fyrir starfsþróun og námskeið.

Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskóla á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, Þórður Kristjánsson, skólastjóri og Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts skipulögðu stórt samstarfsverkefni í anda heiltækrar forystu í Breiðholti. Verkefnið fór af stað í janúar 2013 með þátttöku 25 stjórnenda af 40 í hverfinu.

Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri í Þelamerkurskóla vann samstarfsverkefni með leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s