Trúnaður og traust

kkuÉg rakst  á grein á facebook um daginn sem mér finnst mjög góð.

Greinin er sett upp sem bréf til foreldra frá kennara (samið af yfirmanni yngri barna kennslu í Calgary í Kanada) þar sem kennarinn útskýrir fyrir foreldrum hvers vegna hann getur ekki rætt við þau um „þetta barn“.

„Þetta barn“ er barnið sem stöðugt truflar í tímum, notar ljótt orðbragð, beitir jafnvel ofbeldi og foreldrar hafa áhyggjur af að trufli þeirra eigið barn við námið.

Í bréfinu er lýst ýmsum miður skemmtilegum aðstæðum sem geta komið upp í skólanum og nemendur verða vitni að og láta vita af heima. Dæmin eiga við um marga nemendur sem ekki geta farið eftir viðurkenndum umgengnisreglum. Allir kennarar þurfa að vinna með börnum sem þetta á við og takast á við þær aðstæður án þess að geta sett foreldra annara barna nákvæmlega inn í það hvað veldur hegðuninni og hvað er gert til að vinna með hana.

Höfundur greinarinnar þekkir vel áhyggjur  foreldra vegna þessa,  og er í bréfinu að leggja áherslu á  að ekki sé hægt að ræða við foreldra um önnur börn en þeirra eigið. Höfundur getur ekki sagt foreldrum að barnið var ættleitt þegar það var 18 mánaða, eða að vegna ofnæmis má það ekki borða nema  fáar matartegundir og er því alltaf svangt. Ekki er heldur hægt að ræða það ef foreldrar barnsins standa í illskeyttum skilnaði og barnið er hjá ömmu sinni á meðan, ömmu sem á jafnvel við drykkjuvanda að stríða. Ekki er heldur hægt að segja öðrum foreldrum að astmalyfin sem barnið tekur  ýta undir óróleika. Ekki má  kennari segja öðrum foreldrum frá því að barnið sem truflar kennslustundir  hafi orðið vitna að heimilisofbeldi. Allt eru þetta trúnaðarmál sem kennari getur ekki rætt við aðra en nánustu aðstandendur þess barns sem um ræðir.

Flestir foreldrar hafa fyrst og fremst ágyggjur af skólagöngu eigin barns og ef þeim finnst henni ógnað vilja þeir vita hvað er gert til að bæta úr því,  þó þeir reyni að skilja að ekki er hægt að segja þeim ástæður þess að barn í skóla barnanna þeirra hagar sér með óviðunandi hætti daglega. En kennari getur heldur ekki sagt öðrum foreldrum frá þeim úrræðum sem gripið er til, til að styðja börn sem búa við erfiðar aðstæður eða af öðrum orsökum koma ekki fram við aðra eins og gert er ráð fyrir. Því kemur oft upp sú staða að foreldrum annarra barna finnst sem skólinn geri ekkert til að bæta ástandið. Það er oftast byggt á misskilningi og kemur það vel fram í greininni að ýmislegt er gert til að bæta ástandið þó það fari ekki hátt. Það er mikilvægt að foreldrar treysti því að svo sé og viti að skólinn sinnir þeirra barni eins vel og hægt er og viti að allt er gert sem hægt er til að gera skólagöngu allra barna sem bærilegasta.

Í niðurlagi bréfsins lofar kennarinn foreldrum því,  að ef einhvern tíma aðrir foreldrar komi til hans  og líti á þeirra barn sem „þetta barn“ þá muni kennarinn ekki brjóta trúnað við barnið þeirra og láta þá áhyggjufullu foreldra vita að ekki er leyfilegt  að tala við foreldra um annað barn en þeirra eigið. Það er í raun mergur málsins,  málefni hinna barnanna í skólanum eru ekki rædd við neinn því trúnaður ríkir. Foreldrar allra barna verða að geta treyst því að málefni barnsins þeirra og fjölskyldunnar séu ekki rædd af kennara við aðra foreldra.

Skólar þurfa að geta kynnt foreldrum með almennum hætti hvað gert er en ekki í hverju einstöku tilviki.

Ég hvet ykkur til að lesa þessa grein, ekki láta þessa stuttu kynningu á henni duga því greinin er vel skrifuð og setur þessi málefni í umhugsunarvert ljós.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s