The professional image and ethos of teachers

strassVið ritstýrur Krítarinnar sitjum nú ráðstefnu Pestalozzi áætlunarinnar í Strasbourg,  með yfirskriftinni, The professional image and ethos of teachers.  Ráðstefnunar sitja 200 sérfræðingar í skólamálum frá flestum löndum Evrópu. Jón Torfi Jónasson, prófessor HÍ, flutti opnunarfyrirlesturinn og fjallaði  m.a.  um  hlutverk skólans  í timans rás. Hann minnti á að skólakerfið sem við búum við í dag er  19. aldar fyrirbæri og að skólinn byggi á sterkum hefðum. Margt af því sem gert  er í skólum er fremur gert hefðanna, vegna en af raunverulegri  þörf samtímans. Jón Torfi sagði mikilvægt  að hugsa tilgang skólans upp á nýtt, án þess þó að slíta hann út tengslum við fortíðina. Að hans mati er mikilvægt  að skólinn leggji meiri áherslu á   framtíðina  en nú er gert. Oft er því haldið fram að við vitum of lítið um framtíðina til að skólinn geti búið börnin undir hana. En staðreyndin er sú að margt er vitað sem hægt að taka mið af.  Sem dæmi má nefna að maðurinn hefur alltaf verið félagsvera og  það mun væntanlega ekki breytast.  Heimurinn mun halda áfram að breytast og maðurinn þarf  að temja sér  sveigjanleika  í síbreytilegum heimi.

Við völdum okkar  þematengda umræðuhópa, annars vegar hóp þar sem fjallað var um New ethos for the teaching profession og hins vegar hóp sem fjallaði um Improving status and the image of the profession. Tilgangurinn með vinnu hópanna var að leggja eitthvað af mörkum inn í  viljayfirlýsingu  kennara 21. aldarinnar sem unnin er af Pestalozziáætluninni fyrir Evrópuráðið.

Það sem vakti athygli okkar í báðum hópunum var hversu mikill samhljómur var um að virðing fyrir starfi kennarans væri þverrandi, umræða í  fjölmiðlum neikvæð og  laun stéttarinnar  alltof lág þrátt fyrir að væntingar og kröfur  til stéttarinnar  hafi aukist.   Sem um dæmi um þverrandi virðingu  kennarastarfsins  var sagt frá því að í  Englandi er  ekki lengur gerð krafa um að  þeir sem kenna í grunnskóla hafi lokið kennaranámi. Dæmi eru um að mánaðalaun kennara í sumum Evrópulöndum séu milli 2 og 300 evrur, og  ef  þeir kennarar gera kröfur um betri kjör  er þeim bent á að það sé nóg til af að öðru fólki sem tilbúið sé að vinna á þessum kjörum.

Í hópunum var einnig fjallað um uppbyggilega hluti og sagt frá því að í Noregi  ákváðu hagsmunaaðilar  að leggja sitt af mörkum til að draga úr  neikvæðri  umfjöllun um skólamál. Að því samkomulagi komu stéttarfélög kennara,  samtök foreldra,  stjórnvöld,  kennaramenntunarstofnanir og atvinnurekendur. Samkomulag þeirra skilaði þeim árangri  að verulega dró úr neikvæðri umfjöllun um skólamál í fjölmiðlum.

Eitt af því sem gefur  svona ráðstefnum gildi eru óformlegar umræður sem eiga sér stað í matar- og kaffitímum. Við  ræddum m.a. við skólastjóra frá Þýskalandi  sem lýsti fyrir okkur fyrirkomulagi á skólakerfinu í hennar fylki. Hún er skólastjóri í svokölluðum þriðja flokks skóla,  sem er ætlaður nemendum  sem kennarar hafa áður  skilgreint   sem lítið  greinda. Þessar skilgreiningar   eru gerðar af kennurum nemendanna  við lok fjórða bekkjar. Þar til fyrir tveimur árum  höfðu foreldrar ekkert  val um annað en að hlíta þessum úrskurði og annars og fyrsta flokks skólar voru alveg lokaðir þessum börnum.  Í þriðja flokks skólunum eru allt að 30 börn í bekk, boðið er upp á nám í hagnýtum greinum og þar  tiltók skólastjórinn kennslu í  heimilisfræði, smíðum og textíl auk grunnnáms í bóklegum greinum.Kennarar sem kenna í þriðja flokks skólum eru á lægri launum en kennarar í annars flokks skólum og þeir sem kenna í fyrsta flokks  skólum eru hæst launaðir.  Gengið er út frá því að nemendur í þriðja flokks skólum fari  beint út á vinnumarkaðinn  þegar þeir hafa lokið skyldunámi.

Því er við að bæta að í Strasbourg er sumar, trén eru full laufguð, allt er grænt, sólin skín  og yfirhafnir óþarfar.

 

EK og NKC

 

 

 

One response to “The professional image and ethos of teachers

  1. Bakvísun: Af hverju hefur dregið úr virðingu kennara? | Krítin·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s