Stefnuyfirlýsing kennara fyrir 21. öldina

islendÁ síðari  ráðstefnudegi  okkar hér í Strasbourg voru niðurstöður 15 starfshópa frá  fyrri degi,  dregnar saman og kynntar.

Efst  á baugi í umræðum hópanna var eftirfarandi:

  • mikilvægt er að rödd kennara heyrist og að þeir fái að koma að borðinu þegar unnið er að  stefnumótun.
  • hreyfanleiki og sveigjanleiki eru mikilvægir þættir. Kennarar þurfa að fá tækifæri til starfsþróunar og að komast af og til út úr kennslustofunni.  Á þann hátt gefst þeim tækifæri til að öðlast fjölbreyttari reynslu og víkka sjóndeildarhring sinn og aðlögunarhæfni sem er mikilvæg forsenda fyrir því  að starfa  með  ólíkum fjölskyldum í síbreytilegu samfélagi.
  • meiri samræða þarf að vera milli skólans og samfélagsins, bæði almennings og stjórnmálamanna. Skólinn þarf að vera gegnsærri svo almenningur geti séð  hvaða starf fer þar fram.  Fordómar gagnvart skólum eru oft byggðir á reynslu fullorðinna af skólagöngu sinni sem er ekki í samræmi við skólann eins og hann er í dag.
  • mikilvægt er að kennarar njóti trausts samfélgsins.
  • breyta þarf hugmyndum um það hvað felst í fagmennsku stéttarinnar

Eiinig kom fram að þrátt fyrir að kennarar sækist í miklum mæli  eftir því að fá hagnýt verkfæri í hendur, þá sé mjög mikilvægt fyrir þá að geta tengt starf sitt við  fræði, til að geta rökstutt athafnir sínar. Enda er það eitt megineinkenni fagstétta að þær byggja starf sitt á fræðilegum grunni.

Okkar helsta upplifun  af þessari ráðstefnu er sú að  kennarar um alla Evrópu eru komnir í ákveðna tilvistarkreppu. Einhversstaðar í tímans rás virðast skólarnir og samfélagið  hafa hætt að ganga í takt.   Þetta setur hlutverk kennara í ákveðið uppnám. Við þessu þarf að bregðast með því að endurskilgreina hlutverk skólans, því annars er kennarastarfið í uppnámi. Þess má þegar sjá stað í sumum löndum þar sem kennarar fá ekki lengur fastráðningu,  það vinnur gegn þeim að vera í stéttarfélögum og þeir því réttlausir.

í lok ráðstefnunnar var tekin ákvörðum um að vinna áfram með stefnuyfirlýsinguna og verður það kynnt síðar hvaða skref verða tekin.  Þó liggur ljóst fyrir að þegar stefnuyfirlýsingin verður tilbúin þarf hver þjóð að  aðlaga hana að sínum þörfum.

Ráðstefnuna sóttu 5 Íslendingar, þar á meðal Ólöf Ólafsdóttir fyrrum starfsmaður Evrópuráðsins, sem átti hugmyndina að ráðstefnunni.

EK og NKC

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s