Kennari sem býr yfir sterkri samkennd nýtur frekar trausts

setjasigisporVið treystum frekar fólki sem  er ríkt af samkennd af því það sýnir okkur frekar skilning, hlustar á sjónarmið okkar og  leggur sig fram um að setja sig í okkar spor.

Samkennd er mikilvæg fyrir kennara, enda þurfa kennarar að vinna fólk á sitt band, skapa traust geta lesið í aðstæður, mætt ólíkum þörfum og brugðist við áður en allt er komið í óefni.

Goleman (2000) telur að samkennd sé grunnþáttur í færni í mannlegum samskiptum og að þeir sem búi yfir samkennd séu vel læsir á tilfinningar og þarfir einstaklinga í kringum sig. Forsenda samkenndar að mati Goleman er sjálfsþekking.

Þeir sem eru ríkir af samkennd eiga auðveldara með að lesa í aðstæður og bregðast við áður en allt er komið í óefni. Samkennd felst í hæfileikanum til að setja sig í spor annarra, geta glaðst og fundið til með öðrum ásamt því að vilja gefa öðrum eitthvað af sér.

Kennari sem býr yfir ríkri samkennd leggur nemendur ekki í einelti. Hann leggur heldur ekki óbeint blessun sína yfir að einelti sé stundað með því að loka augunum fyrir því, heldur bregst strax við þegar grunur um einelti kemur upp. Kennari sem er ríkur af samkennd er stöðugt vakandi yfir velferð allra nemenda og öll börn upplifa það að velferð þeirra skipti kennarann máli. Það ríkir öruggt andrúmsloft  í kennslustofunni og nemendur þurfa því ekki að keppa um athygli eða stöðu í bekknum.

Í öllum samskiptum hjálpar það kennurum  að búa yfir mikilli samkennd, því sá sem býr yfir mikilli samkennd á auðveldara með að haga orðum sínum þannig að þau særi ekki, heldur byggi upp. Það er sama við hverja kennarar eiga samskipti, það er mikilvægt að þeir  geti lesið í aðstæður og valið orð sín af kostgæfni.  Að sýna skilning og hlusta á sjónarmið  annarra er vænlegast til árangurs í samskiptum.

Innsæi kennarans gagnvart nemendum skiptir sköpum við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd hjá nemendum, ásamt skilningi á þörfum þeirra.

Ef kennarar líta á sig sem leiðtoga þurfa þeir að hafa þor til að búa sér til vegvísa til að fylgja í starfi sínu, vegvísa sem samræmast þeirra gildum.  Þeir þurfa að ráða við að  fara sínar leiðir á ígrundaðan hátt.  Sjálfsþekking kennara  og sjálfsagi hjálpar þeim við að vita hvað þeir vilja og samkenndin hjálpar þeim að byggja upp traust, þvi einstaklingar sem eru ríkir af samkennd njóta fremur trausts annarra.

Kennari sem  upplifir sig sem leiksopp,  telur óþarft  að setja sér sínar eigin vörður til að vinna að. Leiksoppur afsakar það að hann nær ekki fram því sem til er ætlast  af honum með því t.d.  að aðrir geri það ekki heldur, að leiðbeiningar  séu ekki nógu skýrar eða þær henti ekki hans nemendum, án þess að rökstyðja það nánar eða koma með hugmyndir að öðrum lausnum.  Ef  leiksopp skortir samkennd skynjar hann ekki áhrif hegðunar sinnar og orða á umhverfið.  Honum tekst því sjaldnast að skapa það traust sem þarf að ríkja til hans svo mark verði á honum tekið. Ef rök hans eru ekki byggð á sjálfþekkingu og greiningu á því sem hann þarf að gera  í staðinn virka þau sjaldnast trúverðug.

EK

Heimild

Goleman, D. (2000).Tilfinningagreind. Iðunn. Reykjavík.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s