Hafðu áhrif

ahrifMenntavísindasvið Háskóla Íslands hefur sett af stað verkefnið Hafðu áhrif og við hvetjum alla til að taka þátt.  Þar er óskað  eftir hugmyndum um þá eiginleika sem prýða góða kennara. Í lok maí verður framúrskarandi kennurum veittar viðurkenningar.

Með þessu verkefni  er verið að vekja athygli á því hvað kennarar hafa mikil áhrif á líf okkar allra. Fólki gefst tækifæri til að tilnefna kennara sem hafði mikil áhrif á það.

Að mínu mati er mikilvægt að við veltum þessu fyrir okkur og gerum okkur grein fyrir þeim áhrifum sem kennarar hafa á marga. Við eigum að virða kennara fyrir það en jafnframt vera óhrædd við að gera miklar kröfur til þeirra. Einmitt vegna þess hversu mikil áhrif þeirra eru þurfa þeir að búa yfir ákveðnum hæfileikum sem ekki er sjálfgefið að hver sem er hafi. Það að gera kröfur til kennara felur ekki í sér að tala illa um starf þeirra í fjölmiðlum eða við eldhúsborðið, þannig umræða grefur undan starfi þeirra og börn sem verða vitni að þannig umræðu geta misst traust til kennaranna sinna og hafa því minna gagn af skólagöngu sinni. Veltum því fyrir okkur hvaða kennarar höfðu áhrif á okkur til góðs og þannig safnast upplýsingar um þá eiginleika sem við teljum að góðir kennarar þurfi að hafa.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s