Einstaklingsmunur

krakkarEkki alls fyrir löngu gerðum við okkur grein fyrir því að það væri meiri einstaklingsmunur en svo að það nægði að skipta nemendum í 3-4 bekki til að allir fengju nám við sitt hæfi. Um svipað leyti áttuðu foreldrar sig á því að þeir bæru ekki einir ábyrgð á uppeldi barna sinna, heldur væri það samfélagið allt, svo þeir fóru að gera auknar kröfur til skólans um að hann kæmi betur til móts við þarfir barna þeirra. Samfara þessu óx þörfin fyrir verkfæri eða hugmyndafræði  sem hjálpar okkur við að greina að einstaklingana og einkenni þeirra. Þar ber fyrst að nefna ýmis klínis sálfræðileg próf.   Fölgreindarkenning Gardners er dæmi um hugmyndafræði sem margir kennarar taka mið af í starfi sínu í þeim tilgangi að koma sem best til móts við ólíkar þarfir nemenda sinna. Eins og kunnugt er hefur Gardner skipt mannlegri greind í átta greindir: Málgreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind, tónlistargreind, líkams- og hreyfigreind, samskiptagreind, sjálfsþekkingargreind og umhverfisgreind. Það er einnig litið svo á að hver einstaklingur hafi sinn eigin námsstíl. Námstíll segir til um það hvernig hver og einn kýs helst að námið færi fram? Vill hann lesa textann, hlusta á kennarann, horfa á efnið á myndbandi, tala og rökræða við einhvern eða upplifa efnið í raunveruleikanum? Hvernig vill hann helst hafa húsgögnin, lýsinguna, hitann, bakgrunnshljóðin? Vill hann vinna einn eða með öðrum?  Vill hann helst læra snemma á morgnana, um miðjan daginn eða á kvöldin? Hefur hann þörf fyrir að hreyfa sig af og til? O.sfv. Sjá nánar hér Annað dæmi um hugmyndafræði sem  getur hjálpað kennurum er greiningin í extrovert og intovert (úthverfir og innhverfir). Á meðan extovertar fá orku sína af því að vera innan um fólk, vinna í hópum og með því að hafa næg og  fjölbreytt verkefni að fást við þurfa introvertarnir á því að halda að geta dregið sig í hlé til að ígrunda málin, þeim finnst betra að vinna einir eða í fámennum hópum og þreytast þegar erilinn verður of mikill. Loks langar mig til að nefna Strong áhugasviðsprófið (Stong Interest Inventori) þó það sé ekki ætlað grunnskólanemendum, heldur eldri nemendum og þeim sem eru að velja sér starfsferil. En lesendur sem ekki þekkja það nú þegar hafa kannski haft gaman af að kynnast áherslum þess og spegla sig í því.  Áhugasviðsprófið byggir í grófum dráttum á því að hægt sé að flokka fólk í hópa eftir því í hvernig umhverfi það vill vinna. Innan hvers hóps eru síðan ákveðnar starfsgreinar.  Niðurstöður prófsins segja hvaða störf séu líkleg til að veita því ánægju en það er auðvitað ekki víst að alltaf fari saman áhugi og hæfni. Prófið skiptir fólki í sex hópa en áhugasvið allra dreifast í a.m.k. tvo hópa. Hér er lítið sýnishorn: R (realistic) Þetta er raunsætt og jarðbundið fólk sem kýs að fást við áþreifanleg viðfangsefni. Það þjálfar oft með sér líkamlega og tæknilega hæfni og rökvísi. Það er þrekmikið, líkamlega sterkt, kýs oft að vinna eitt og vill ekki miklar breytingar. Dæmi um störf sem henta þeim vel: Bakari, bóndi, flugmaður, dýralæknir, iðjuþjálfi, lögreglumaður, rafvirki, smiður, verkfræðingur. I (investigative) Þetta er fólk sem vill nota hugann. Það er forvitið, rannsakandi og oft óhefðbundið í skoðunum og hlédrægt. Það hefur oft áhuga á vísindum. Það er nákvæmt og vill gjarnan vinna eitt að lausn verkefna og treystir fremur á eigin getu en annarra. Dæmi um störf sem að henta því vel: Eðlisfræðingur, framhaldsskólakennari, háskólakennari, hagfræðingur, læknir, næringarfræðingur, sálfræðingur og stjórnmálafræðingur. A (artisic) Þetta er fólk með listrænan áhuga, frumlegt, hefur lítinn áhuga á kerfisbundnu umhverfi og er mikið fyrir nýjungar. Það treystir fyrst og fremst á eigin getu og tilfinningar. Það er skapandi, viðkvæmt, sjálfstætt og á auðvelt með að tjá sig. Dæmi um störf sem henta því vel: Arkitekt, blaðamaður, bókasafnsfræðingur, dagskrárgerðarmaður, hönnuður, leikari, myndlistamaður, lögfræðingur, mannfræðingur, tónlistamaður. S (social) Þetta fólk styðst mikið við tilfinningar sínar. Því fellur vel að gefa upplýsingar, leiðbeina, sýna umhyggju og veita aðstoð. Það hefur áhuga á fólki, er félagslynt og vill gjarnan vera í sviðsljósinu. Því líkar vel að vera með öðrum, að vinna úr vandamálum og bera ábyrgð. Dæmi um störf sem henta því vel: Félagsráðgjafi, frístundaráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, íþróttaþjálfari, grunnskólakennari, leikskólakennari, námsráðgjafi, prestur, talmeinafræðingur, þjónn. E (enterpricing) Þetta er fólk sem hefur gaman af að gera áætlanir og stjórna öðrum og hafa áhrif. Það er oft mælskt og nýtur þess að hvetja aðra. Það er sjálfsöruggt og metnaðargjarnt. Það kanna að meta tilbreytingar, frami þeirra og peningar skiptir máli  og það er tilbúið til að taka áhættu við lausn verkefna. Dæmi um störf sem henta því vel: Fasteignasali, gleraugnafræðingur, framkvæmdastjóri, snyrtifræðingur, stjórnmálamaður, veitingamaður, viðskiptafræðingur,  verslunarstjóri, útgerðarmaður. C (conventional) Þetta fólk kann vel að skipuleggja og vill hafa hlutina í föstum skorðum. Því fellur vel að starfa við verkefni þar sem hægt er að skipuleggja upplýsingar og göng á skýran og rökrænan hátt. Það er ábyrg, áreiðanlegt, gætið og nákvæmt. Þetta fólk er oft  töluglöggt. Dæmi um störf sem henta þeim vel: Aðstoðarmaður á tannlæknastofu, bankastarfsmaður, endurskoðandi, hótelstarfsmaður, lyfjatæknir, ritari, starfsmaður á ferðaskrifstofu, tollþjónn, skrifstofumaður. (Stuðst við Ágústa Gunnardóttir og Einar Páll Svavarsson (1990). Ert þú í atvinnuleit? Reykjavík: Ábendi). Það má spyrja sig að því hvort það sem skilur okkur að skiptir svona miklu meira máli en það sem við eigum sameiginlegt.

NKC

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s