Mikilvægi þess að efla fagmennsku kennara

 Teachers feel like puppets – other people pull our strings. There is little vision in the teaching profession – it´s been weeded out over the last 10 years.
(Fullan, 2001:123).

kennsluhaettir

Á  seinni árum mínum í starfi sem grunnskólakennari bærðist oft sú tilfinning innra með mér að það væri verið að draga máttinn úr kennurum með einhverjum hætti. Tuðið jókst og gleðin minnkaði. Þetta átti við um stéttina sem hóp, marga kennara þekkti ég og þekki enn sem vinna mjög gott starf af eldmóði og gleði.

Þetta var mér mjög erfitt, því  sýn  mín fyrir hönd kennarastéttarinnar er sú að mikilvægt sé að þeir eflist sem manneskjur og fagmenn og  starfi sem sterk stétt með öfluga fagvitund, þeir hafi sterka rödd sem mark er tekið á sem mikilvægu samfélagsafli.

Fræðimenn sem fjalla um að það sé mikilvægt  fyrir kennara að hafa svigrúm til að ráða störfum sínum að einhverju leyti sjálfir til að geta starfað sem fagmenn höfða sterkt til mín.  Það eru t.d. fræðimenn eins og Fullans (2001), Sergiovannis (2001), Hargreaves (2003) og Evans (2001) en þeir fjalla allir um mikilvægi þess að kennarar séu þátttakendur í stefnumótun og þróunarstarfi. Samkvæmt þeim þarf að treysta kennurum til að vinna sem fagmenn fyrir hönd sinna skjólstæðinga (nemenda) og gera allt sem hægt er til að  kennarar breytist ekki í  valda- og áhrifalausa leiksoppa.

Ég taldi mig skilja það út frá eigin reynslu og því sem ég las hjá fyrrgreindum fræðimönnum að með auknu sérfræðingaveldi í kringum kennara hefðu völd færst frá þeim til annarra sérfræðistétta sem voru ósparar á að gefa álit og ráð um störf kennara.  Svo virtist sem fagmennsku  kennaranna væri ekki treyst og þeir því sviptir henni á vissan hátt með tilætlan um að fylgja ráðum og vinnubrögðum sem voru ákveðin fyrir þá.

Ég velti fyrir mér í dag hvort mögulega sé orðinn til  vítahringur  sem hefur leitt til þess að kennarar byrja smám saman að haga sér eins og  leiksoppar vegna minna svigrúms til sjálfræðis og þá bregðist  kerfið/stjórnendur/ sérfræðingar  við með enn nákvæmari leiðbeiningum  sem þrengja svigrúm kennaranna enn meira sem leiðir  til þess að kennarar verða enn ósjálfstæðari.  Sérfræðingarnir kvarta síðan yfir ósjálfstæði kennaranna og kennararnir kvarta yfir miðstýringunni og  í stað þess að leita sameiginlegra  lausna á vandanum grafa viðbrögð beggja   undan  því að lausnir finnist.  Mér finnst þetta umhugsunarvert og það hlýtur að vera mikilvægt að leita leiða til að bregðast við.   

Að mati Kincheloe (2006) er það eina sem getur bjargað kennurum undan þessu að þeir stundi markvisst greinandi og gagnrýnar rannsóknir á eigin störfum og því samhengi  sem þeir vinna í.

Aðferðir starfendarannsókna ættu t.d. að nýtast til að ýta undir að kennarar vinni sem fagmenn m.a. vegna þess að  þeir ígrunda og kortleggja stöðugt hvernig og hvers vegna þeir gera hlutina og taka ákvarðanir útfrá þeirri vinnu. 

Ný aðalnámskrá leik- grunn- og framhaldskóla getur að mínu mati ýtt undir fagmennsku kennara, hún er ekki of stýrandi og útfærslur og áherslur geta því verið misjafnar  eftir skólum. Ég vona að hún hjálpi kennurum til að efla eigin fagmennsku og hjálpi til við að koma þeim upp úr hjólförum valda- og áhrifaleysis.

 EK

Heimildir

Evans, R. (2001). The Human Side of School Change. Reform, resistance, and the real life problems of innovation. San Francisco: Jossey-Bass.

Fullan, M. (2001). The new meaning of educational Change. New York: Teachers college press.

Hargreaves, A. (2003). Changing teachers, changing times, teachers’ work and culture in the postmodern age. New York: Teachers college press.

Kincheloe, J. L. (2006). Teachers as researchers Qualitative Inquiry as a Path to Empowerment. New York: Routledge.

Sergiovanni, T. J. (2001). The principalship, A Reflective Practice Perspective. Boston: Allyn and Bacon.

One response to “Mikilvægi þess að efla fagmennsku kennara

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s