Misrétti væri ekki til nema fyrir forréttindi annarra. Að vera hvítur, miðstéttar, gagnkynhneigður, ófatlaður, sís-kynja karlmaður er eins og að hafa unnið í lottó án þess að þú vissir einusinni að þú hefðir tekið þátt, hvað þá unnið. Þetta segir Auður Magndís Auðardóttir verkefnastjóri nýstofnaðs Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar þegar hún ræðir um forréttindablindu. Hún hefur þýtt og sett saman lista sem hjálpa okkur að meta hvað við erum með marga rétta í lottóinu.
Um forréttindi og forréttindalista:
Að vera hvítur, gagnkynhneigður, sís-kynja (e. cisgendered), miðstéttar, ófatlaður karlmaður er eins og að vinna í lottó sem þú vissir ekki einu sinni að þú hefðir tekið þátt í, hvað þá unnið. Hversu marga rétta í lottóinu ert þú með? Besta lækningin við forréttindablindu er virk hlustun þegar fólk, sem ekki nýtur þeirra forréttinda sem þú nýtur, lýsir reynslu sinni.
Forréttindalistarnir eru ekki fullkomin, tæmandi upptalning á forréttindum þeirra hópa sem um ræðir. Birtingarmyndir misréttis eru jafn margar og fólkið er margt. Listunum er ekki ætlað að varpa alhæfandi ljósi á líf einstaklinga en til þess fallnir að opna augu fólks fyrir heildarmynd og dæmum um birtingarmyndir forréttinda. Vekja til umhugsunar og umræðu (Auður Magndís Auðardóttir).
Auður Magndís hefur veitt Krítinni heimild til að birta meðfylgjandi forréttindalista (e. privilege lists) sem hún hefur þýtt og staðfært.
Þú getur skoðað hversu margar rétta ert þú með á þessum listum:
NKC
Hvað þýðir sís-fólk?
sæl
Hér kemur svar frá Auði Magndísi
Sískynja (cisgendered) merkir að líffræðilegt kyn þitt fer saman við upplifun þína af kyni þínu (kynvitund).
Þú ert með öðrum orðum ekki trans og hefur t.d. ekki áhuga á að láta leiðrétta kyn þitt.