Áhugavert spil- More than one story

morethanoneFrítíminn.is  miðstöð fagfólks í frítímaþjónustu hefur gefið  út spilið More Than One Story,  sænskt spil sem hefur farið eins og eldur í sinu um alla Evrópu.

Spilið var samið  af menningar- og æskulýðssviði Simrishamn í Svíþjóð og var sérstaklega hugsað sem verkfæri í æskulýðsstarfi, en reynslan af spilinu sýnir að það nýtist vel í bekkjum og reyndar öllum hópum sem vilja skemmta sér, kynnast betur og/eða  efla hópandann.

More Than One Story er frábær skemmtun sem snýst um að fá fólk til að segja hvert öðru sögur af sjálfu sér. Spilið samanstendur af 50 spilum í stokk sem innihalda tilmæli til leikmanna  um að segja hverjir öðrum sögur.  Stokkurinn gengur á milli  manna og skiptast leikmenn á að segja sögur.

Spilið virkar jafn vel með börnum og eldri borgurum, enda er spilið aldrei eins því  það er í raun hópurinn sem spilar spilið sem býr það til með sínum sögum.

Dæmi um tilmæli til leikmanna :

„Segðu frá hæfileika sem þú býrð yfir og hvernig þú notar hann.“
„Segðu frá stund sem þú værir til í að endurupplifa.“

Spilið hefur verið prófað með  kennurum og hafa þeir nefnt að hægt væri að nota það  við hópefli, sem æfingu í tjáningu og hlustun og í ritunarverkefnum  þar sem dregið væri  spil og nemandi  semdi sögu eftir þeim fyrirmælum sem fram koma á því spili sem dregið var.

More than one story hefur einnig  verið notað sem ígrundunarverkfæri þar sem bætt er aftan við fyrirmælin á spilinu „í ferðinni“ eða í „í vetur“. Dæmi væri til dæmis „segðu frá stund sem þú værir til í að endurupplifa úr haustferðalaginu“. Möguleikarnir eru í raun endalausir og hugmyndaflug kennarans  eða þess sem ákveður að nota spilið glæðir spilið frekara lífi.

Hvernig sem spilið er notað,  þá  styrkir  það hópa, æfir tjáningu, framkomu og virka hlustun einstaklinga ásamt því að gefa öllum í hópum tækifæri til  að tjá sig. Spilið er bæði á ensku og íslensku svo einnig má nota það það í enskukennslu

Hægt er að nota spilið í heimakrók eða á ritunarsvæðum, með öllum bekknum  eða í smærri hópum.  Kennarahópar geta líka nýtt spilið til að efla starfsandann og kynnast betur.

Hér er hægt að panta eintök.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s