Það verður engin skólaþróun nema því aðeins að kennararnir telji hana mikilvæga

Ráðstefna HiltonGætum þess að Norræna menntakerfið sýkist ekki af þeim faraldri sem nú geisar í menntakerfum heimsins og einkennist af samkeppni, stöðlun, prófunum, samanburði og skyndimenntun kennara. Eflum þess í stað sérstöðu og styrkleika norrænna samfélagsins; samvinnu, samábyrgð, sköpun, virðingu fyrir einstaklingsmun, trausti, fagmennsku kennara og starfsþróun þeirra. Þetta var meðal þess sem finnski fræðimaðurinn Pasi Sahlberg sagði á ráðstefnunni Kennarar framtíðarinnar – fagstétt á krossgötum sem haldin var á Hilton 13. og 14. ágúst. Tilefni ráðstefnunnar var að Ísland gegnir formennsku í norrænu ráðherranefndinni á yfirstandandi ári. Annar aðal fyrirlesari ráðstefnunnar var hinn virti fræðimaður Andy Hargreaves sem m.a. er einn helsti ráðgjafi  skólakerfisins í Ontario. Fáum fræðimönnum tekst jafn vel og Hargreaves að fletta saman faglega umræðu og mannúð þegar fjallað er um kennarastarfið. Hann dró engan dul á hversu mikilvægt hann álítur kennarastarfið vera. Hann hvetur til þess að besta fólkið sé laðað að kennslu og haldið  þar. Til þess þarf að tryggja kennurum sómasamleg laun og meiri hlutdeild í faglegum ákvörðunum sagði Hargreaves enda verður engin skólaþróun nema því aðeins að kennararnir telji hana mikilvæga. Hargreaves vitnaði til orða Nelson Mandela og bætti sjálfur þremur orðum við í lokin:

Einkenni samfélagsins sjást hvergi skýrar en í því hvernig það meðhöndlar börn sín – og kennara þeirra.

Sigrún Aðalbjarnardóttir var þriðji aðal fyrirlesari ráðstefnunnar. Sigrún hefur í áratugi lagt stund á rannsóknir á félagsþroska ungs fólks og hvatt skólann til að stuðla að  félagsfærni nemenda og lýðræðisvitund en margir kennarar þekkja námsefnið Samvera sem hún og Árný Elíasdóttir eru höfundar að.  Sigrún er fyrrverandi grunnskólakennari og hefur margoft fjallað um starf kennara. Sigrún lýsti áhyggjum sínum af slakri sjálfsvirðingu kennara og hvatti til valdeflingar stéttarinnar og til aukinnar samvinnu þeirra, rannsóknaraðila og stefnumótaraðila um þróun skólastarfsins.

Auk fyrirlesaranna og umræðna var boðið til afar áhugaverðra málstofa um þróunarverkefni  í nokkrum skólum í borginni. Öll nutu verkefnin verðskuldaðrar athygli enda til fyrirmyndar. Þeir sem ég ræddi við á ráðstefnunni og að henni lokinni voru allir á einu máli um að hún hefði verið einstaklega ánægjuleg.

Það er mikil upplifun að fá að hlýða á jafn frábæra fræðimenn og skilaboðin voru skýr. Frá mínum bæjardyrum séð voru þau í  stuttu máli þessi; Látum ekki Pisa og aðrar alþjóðlegar kannanir afvegaleiða okkur. Verjumst faraldrinum sem nú breiðist út um skólakerfi veraldarinnar.  Köstum ekki dýrmætum menningararfi okkar á glæ, nýtum þess í stað styrkleika okkar og sérstöðu í samstarfi við hina Norrænu skólana.  Kennarar framtíðarinnar þurfa að taka mið af þessum áherslum. Samfara þessu verður að auka virðingu fyrir starfi þeirra um leið og þeim er  gefin aukin hlutdeild í skólaþróuninni. Stuðla þarf að samvinnu og samkennd bæði meðal nemenda og kennara sem starfa undir haldleiðslu faglegra leiðtoga.

NKC

One response to “ Það verður engin skólaþróun nema því aðeins að kennararnir telji hana mikilvæga

  1. Þessi samningarnefnd fyrir Kennarasamband Íslands sem samdi fyrir okkur kennara í síðustu kjarasamningum náðu því að flokka kennara í tvo flokka. List- og verkgreinakennarar eru ekki eins mikilvægir og umsjónarkennarar og eru því settir tveimur launaflokkum undir umsj.kennara. Hvernig geta list-og verkgreinakennarar litið á fag sitt sem mikilvægt þegar svona er komið fram við þá? Að einhver önnur kennararmenntun er meiri eða mikilvægari en önnur? Ég held að fyrirlesarar á þessarri ráðstefnu hafi átt að kynna sér kjarasamninga kennara og vera meðvitaðir um hvernig kennarastéttinni er sundrað í tvær fylkingar. En það sem er svo merkilegt að margur kennarinn sem er í list- og verkgreingeiranum er með tvö leyfisbréf sem margur umsjónarkennarinn er ekki með. Ég er mjög reið og finnst að þið ,,fræðimenn“ um skólamál ættuð að kynna ykkur hvað er í gangi á gólfinu og í umhverfi kennarans sem hann þarf að vinna í staðinn fyrir að vera með einhvern fagurgala!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s