Áhugaverð grein frá Lesvefnum

lesturHér má lesa pistil Freyju Birgisdóttur, dósent við Menntavísindasvið HÍ,  á Lesvefnum um kynjamun og læsi:

Niðurstöður fjölþjóðlegs samanburðar á lesskilningi grunnskólabarna benda til þess að stúlkur standi drengjum nokkuð framar á því sviði og eru íslensk grunnskólabörn þar engin undantekning. Samkvæmt niðurstöðum PISA könnunarinnar á lesskilningi nemenda í 10. bekk hefur til dæmis verið stöðugur kynjamunur á lesskilningi síðasliðinn áratug og árið 2009 kom fram að 70% þeirra íslensku nemenda sem teljast slakir í lestri, samkvæmt niðurstöðum PISA, voru drengir (OECD, 2010).  Þess ber þó að geta að námslegir yfirburðir stúlkna virðast ekki aðeins bundnir við lesskilning. Í samræmdum prófum á tímabilinu 1996-2006 til dæmis, stóðu stúlkur sig ekki aðeins betur en drengir í íslensku, heldur einnig í dönsku og stærðfræði.“

„Enn ein ástæðan sem nefnd hefur verið til þess að skýra misgott gengi drengja og stúlkna í lestri er sú að kynjunum tveimur henti ekki sömu lestrarkennsluaðferðir. Þess ber þó að geta að slíkar fullyrðingar eru afar umdeildar og benda flestar rannsóknir til þess að sömu kennsluhættir ýti undir góðan árangur beggja kynja. Athugun Younger og fl. (2004) á lestrarkennslu í breskum grunnskólum bendir engu að síður til þess að kennarar sem ná hvað bestum árangri í að efla færni drengja í lestri leggja mikla áherslu á að setja fram skýr markmið í upphafi hverrar kennslustundar og að nemendur sjái tilgang í að ná þeim markmiðum. Fjölbreytt lesefni og textagerðir, auk reglubundins og leiðbeinandi námsmats höfðu einnig mikið að segja fyrir framfarir þessa nemendahóps.

Sjá nánar hér

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s