Bestu skólarnir eru í Ontario

Skólarnir í Ontario eru orðnir þeir bestu í heimi. Árlega flykkist þangað skólafólk og stefnumótaraðilar í menntamálum alls staðar úr heiminum til að kynnast því sem þar er að gerast og læra.

Skólanir í Shanghai, Suður-Kóreu og Singapore skora hátt í alþjóðlegum mælingum af því að þeir leggja mesta áherslu á kennslu afburða nemenda. En Ontario skólarnir ná næstum því sama árangri með því að leggja áherslu á nemendur sem standa verst að vígi. Þeir eru orðnir heimsmeistarar í að minnka bilið milli þeirra sem eru á toppnum og botninum í náminu. Á átta árum hefur þeim m.a. tekist að minnka bilið milli innfæddra nemenda og nemenda með annað móðurmál en ensku/frönsku úr 40% í aðeins 13% og jafnvel meira.

Framfarir Ontario skólanna má rekja til þess að stjórnvöld gerðu sér ljóst að menntun er undirstaða framfara og forsenda þess að þjóðin geti í framtíðinni staðið fremst í flokki á alþjóðamarkaði. Stjórnvöld lögðu áherslu á tvo megin þætti í náminu. Í fyrst lagi eiga nemendur að verða betri í að lesa, skilja og tjá sig og í öðru lagi eiga þeir að ná betri árangri í stærðfræði og þrautalausnum.

Að mati skólamanna í Ontario hefur það oft staðið framförum skólanna fyrir þrifum að skólakerfin  ætla sér að takast á við of margt í einu í stað þess að einbeita sér að fáum og skýrum markmiðum.

Það er aðeins ein leið fær til að auka árangur í námi og hún er sú að bæta kennsluna, segja forsvarsmenn skólanna í Ontario. Það skiptir ekki máli hversu miklir peningar eru settir í skólakerfið eða hversu einlæglega maður óskar sér breytinga þær ná ekki fram að ganga nema því aðeins að það takist að virkja kennaranna í baráttunni fyrir betri menntun. Þess vegna er ekki talað illa um kennara og þeir eru ekki notaðir eins og boxpúðar í umræðunni um skólamál.

Þetta snýst ekki um góða kennara, heldur um góða kennslu, segir Ben Levin einn af forsvarsmönnum skólaþróunar Ontario. Kennsla er færni eða sérgrein sem fólk getur lært og náð betri tökum á rétt eins og við á um aðra færni. Stuðningur, leiðsögn og æfing eykur færni fólks, burtséð frá stöðu þess. Með því að draga athyglina frá einstaka kennurum en einbeita sér í  staðinn að færni og líta á kennslu sem sameiginlegt viðfangsefni faghóps þá öðlumst við betri þekkingu á því hvernig á að standa að kennslu.

Kennsluráðgjafar vinna með hópi skóla og hvetja þá til að vinna saman. Dyrnar að skólastofunum hafa verið opnaðar í því skyni að stuðla að auknu samstarfi kennara, því kennarar læra mest hver af öðrum. Þegar þeir skiptast á upplýsingum um það hvernig nemendur þeirra ná árangri þá fara góðir hlutir að gerast. Skólar sem standa höllum fæti fá auk þess sérstakan stuðning sem fylgt er eftir.

Skóladagurinn í Ontario er 300 mín. á dag (rúml. 7 kennslustundir) auk frímínútna en hver dagur er brotinn upp með 20 mín. hreyfingu/líkamsrækt undir stjórn kennara. Í lok skóladagsins taka nemendur þátt í frístundastarfi sem kennararnir annast en því er m.a. ætlað að auka félagsfærni nemenda. Það starf vinna kennararnir sem sjálfboðaliðar og sýna þannig nemendum sínum að maður gefur líka af sér til samfélagsins án þess að fá greitt fyrir, sem er hluti kanadískrar menningar.

Kennarar í Ontario kenna 25 tíma á viku og hafa fjórar stundir í undirbúning. Við þetta bætist samstarf við samkennara og önnur verkefni í þágu nemenda. Byrjunarlaun kennara eru 50.000 kanadískir dollarar á ári eða tæpl. 6.5 millj. ísl. krónur. En launin geta orðið mun hærri hjá þeim kennurum sem eru duglegir að nota frítíma sinn í endurmenntun, sem þeir greiða sjálfir.

Nám kennara í Kanada er eins árs sérnám á meistarastigi sem þeir taka að loknu grunnnámi í háskóla. Aðeins allra bestu nemendurnir komast í kennaranám, umsóknir eru margar og mun meiri eftirspurn er eftir kennarastöðum er framboð.

Hér má lesa danskar greinar um skólana í Ontario

NKC

3 athugasemdir við “Bestu skólarnir eru í Ontario

  1. Bakvísun: Virðing fyrir starfi kennara | Krítin·

  2. Bakvísun: Góðir kennarar skila góðum árangri | Krítin·

  3. Bakvísun: Góðir kennarar skila góðum árangri | Innihald.is | Þjóðmál – Afþreying·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s