vertu leiðtogi, ekki hlusta á útskýringar á slæmu gengi og sýndu nemendum áhuga og væntumþykju

gaman að heyra í svona  sterkum  og ástriðufullum leiðtoga sem er með hlutverk sitt á hreinu. Sem betur fer eru skólar á Íslandi ekki í eins slæmu ástandi og sumir skólar sem hún lýsir í fyrirlestrinum en það má samt örugglega læra af henni.

T.d. um það hversu alvarlegt það getur verið þegar kennarar skynja ekki eigin áhrif á það sem gerist í skólanum og hætta jafnvel að gera kröfur draga sig í hlé og gefa í raun nemendum eftir völdin. Um mikilvægi þess að skólastjóri vinni sem leiðtogi og sinni því hlutverki markvisst nemendum til heilla. Þessi skólastjóri gerir það með því að láta nemendur vita til hvers er ætlast af þeim, hún lokar sig ekki af inni á skrifstofu heldur er meðal nemenda á skólatíma og sýnir þeim sem persónum áhuga, hún heldur á lofti þeim gildum sem skólinn stendur fyrir og ætlast til þess að kennararnir hennar hafi trú á því að allir nemendur geti lært. Hún  tryggir að útskýringar kennara á lélegu gengi nemenda, virki ekki sem dragbítur á árangur nemendanna hún leggur áherslu á að slæmar aðstæður nemenda eiga ekki að leiða til þess að ekki séu gerðar til þeirra kröfur.  Nemendur sem búa við fátækt eða veikan félagslegan bakgrunn af öðrum ástæðum þurfa á því að halda að einhver hafi trú á þeim og ýti þeim áfram til betra lífs.

EK

One response to “vertu leiðtogi, ekki hlusta á útskýringar á slæmu gengi og sýndu nemendum áhuga og væntumþykju

  1. Bakvísun: Hugsum skólann upp á nýtt, segir Ken Robinson | Krítin·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s