Viðbrögð við pistlinum Heimanám virkar.

heimaÞað er ánægjulegt að fá viðbrögð við pistlum sem birtast hér á Krítinni.

Gretar L. Marinósson bendir á eftirfarandi í tengslum við pistil  Gylfa  Jóns Gylfasonar Heimanám virkar.

Virkar“ heimanám?
Fræðslustjóri Reykjanesbæjar slær því fram í pistli að „auðvitað virki heimanám“. Þótt ég skilji vel að í hlutverki sínu vilji hann vera jákvæður og leiðbeinandi gagnvart foreldrum, finnst mér flókið mál ofeinfaldað og slegið út af borðinu umræðulaust, ekki síst á vettvangi Krítarinnar. Hér þykir mér því ástæða til að varpa fram nokkrum spurningum um heimanám svo takmarkað sem það hefur verið rætt þá fjölmörgu áratugi sem það hefur viðgengist í grunnskólum landsins.
Á hvern hátt „virkar“ heimanám (og um hvaða nemendur erum við að tala?): Eflir það námsárangur (og hvaða samband er þar um að ræða)? Eflir það samstarf skóla og heimila (og á hvern hátt þá)? Eflir það samband barna og foreldra þeirra? Eykur heimanám áhuga nemenda á námi, bætir það námstækni þeirra, leiði það til sjálfstæðra vinnubragða og jákvæðara viðhorfa þeirra til skólans? Hver á að dæma um hvort það „virkar“: kennarar, foreldrar, nemendur, fræðslustjórar eða einhverjir aðrir?
Það er erfitt að mæla sérstaklega árangur heimanáms enda vitum við ekki hvort barn sem sinnir heimanámi geti ekki gert nákvæmlega það sama í námi sínu ef það sleppir heimanáminu. Það er auk þess erfitt að mæla eitthvað sem gerist annarsstaðar en í skólanum, einkum þegar ekki er alveg ljóst hver vinnur heimanámið (barnið eða foreldrið). Auk þess er spurning um mæliaðferðir, hvort próf í námsefninu er rétti mælikvarðinn á árangur heimanáms; fer það ekki eftir tilgangi þess?

Almennari spurningar varða tilvist heimanáms yfir höfuð. Er verjandi að skólar ráðskist með tíma nemenda utan skóla eða krefja foreldra um að taka þátt í heimanámi eða styðja við það? Er eitthvert samkomulag í samfélaginu um hvort eða hvernig heimanám skuli lagt fyrir í grunnskóla? Er þess getið í námskrá, reglugerðum eða lögum? Hafa skólaskrifstofur eða grunnskólar unnið stefnu um heimanám? Eru til fyrirmyndir hér á landi um hvernig heimanámsverkefni skuli útbúin eða hvernig þau skuli metin? Fá nemendur endurgjöf á heimavinnu sína til að bæta hana? Hvað gera kennarar í því að einstaklingssníða heimanámsverkefni? Er samræmi á milli kennara um þessa vinnu? „Virkar“ heimnám e.t.v. betur fyrir þá sem gengur vel í námi en hina sem eiga efiðara með nám?
Mér þætti vænt um að heyra ummæli fræðslustjórans (og allra annarra) um einhverjar þessara spurninga, eða bara viðurkenningu á því að málið sé e.t.v. ekki svo einfalt að hægt sé að slá því fram fyrirvaralaust að „auðvitað virki heimanám“.

Gretar L. Marinóson

One response to “Viðbrögð við pistlinum Heimanám virkar.

  1. Grétar kemur sannarlega að kjarna málsins. Má ég bæta við að heimanám er endurnám og þjálfun. Þarf ekki að fara fram á heimili heldur í smiðju skólanna eftir skóla. Við það hafa mörg vandamál tengt heimanámi verið leyst ss áreiti foreldra eins og margir upplifa það. En all kostar þetta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s