Uplifting leadership

upliftingÞessar vikurnar hef ég verið að lesa bókina Uplifting Leadership, How Organizations, Teams, Communities raise Performance eftir Andy Hargreaves o.fl.  Í þeirri bók er Hargreaves  ásamt meðhöfundum sínum að segja frá rannsóknum þeirra á fyrirtækjum og stofnunum  sem hafa skarað fram úr og náð langt á sínu sviði. Markmið rannóknanna var að komast að því hvað skilur á milli þeirra stofnana sem ná langt og hinna sem gera það ekki.

Í fyrsta kafla bókarinnar er talað um mikilvægai drauma þegar kemur að því að snúa vandamálum eða slöku gengi  upp  í árangur. Þeir sem ætla sér að leiða starf við að snúa slöku gengi við,  þurfa að geta lýst þeim draumum sem þá dreymir. Í þeim draumum er mikilvægt að lýsa þeirri framtið sem vilji er til að  verði. Sú framtíð þarf að bjóða upp á eitthvað sem er mun fýsilegra en það sem fyrir er.  Þeir sem eiga að vinna að þessum draumum þurfa að skilja þá og finnast þeir mikilvægir. Þá sem dreymir draumana  geta ekki þröngvað þeim upp á sitt fólk heldur er nauðsynlegt að veita starfsfólki ( eða öðrum , eftir því sem við á) tækifæri til að gera draumana  að sínum. Þeim sem lengst ná tekst að gefa fleirum hutdeild í draumum sínum.  Draumar sem aðeins fáa stjórnendur dreymir rætast ekki , nema kannski  þar sem ríkir harðstjórn.

Í þessum fyrsta kafla kemur fram að draumarnir um betri  tíma lýsa  sýn og einnig að í þeirri sýn  er aldrei sett fram hugmynd  um að verða í toppsætum eða best á heimsmælikvaðra. Það sem skiptir máli í draumum þeirra sem ná langt er að í þeim kemur fram sýn um að vilji sé til að hafa áhrif á líf fólks  í þá veru að  gera líf þess betra. Hargreaves heldur því fram, í þessari bók, að mikilvægara sé, til að ná árangri, að hugsa um hvað öðrum kemur best, þ.e. velta fyrir sér hvernig getum við bætt okkar starf svo aðrir hafi það betra, en ekki hvernig getum við sem stofnun eða fyrirtæki orðið eitt af 5 bestu fyrirtækjum eða stofnunum í landinu eða heiminum ef því er að skipta.

Mér finnst þetta umhugsunarvert og vekur þetta m.a. upp þau hugrenningatengsl hjá mér  að nær væri  að hér á landi veltu  þeir sem stýra menntakerfinu  því fyrir sér  hvernig  tryggja megi sem best, að löng  skólaganga nemenda  hér á landi auki  möguleika  nemenda til að vaxa og dafna sem þroskaðir einstaklingar með sterka sjálfsmynd, frekar en að  setja stefnuna á að skora hærra í alþjóðlegum könnunum. Ég skil Hargreaves þannig að ekki sé vænlegt til árangurs að setja fram þannig markmið. Háleitari markmið sem sett eru fram sem draumur um betra  líf fyrir fólk skila betri árangri skv. bókinni Uplifting Leadership. Þá drauma þarf að setja þannig fram að allir sem málið varðar skilji þá og viti hvað þeir geta gert til að uppfylla þá. Það er einnig mikilvægt að  þeir sem ætlað er það hlutverk að vinna draumum brautargengi fái  svigrúm og bjargir til að vinna að  þeim hluta draumsins sem þeir taka að sér. Samstaða og samfélag skilar betri árangri en samkeppni og  að einstaklingum eða stofnunum sé att saman.  Hugmyndir  um að vera með þeim bestu í heimi eru ekki  vænlegar til árangurs, en stundum gerist það að þeir sem hugsa ekki  um það að verða með þeim bestu í heimi  verða það. Þeir sem stefna  fyrst og fremst að því að verða  bestir í heimi og missa sjónar á mikilvægum hlutum  um leið, ná sjaldan því markmiði sínu.

Mér finnst það sem tapast á meðan hamast er við að reyna að  komast í toppsæti of dýrmætt til að það sé þess virði að stefna að því. Og ef það sem Hargreaves og félagar komust að með sínum rannsóknum stenst,  þá er enn sorglegra ef  setja á þá stefnu fyrir íslenska skóla.  Það er fyrirfram töpuð og í raun tilgangslaus barátta sem er engum til gagns.

Vöndum okkur svo við köstum ekki barninu út með baðvatninu.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s