Góð grein af vefnum

yyyÞað er frábært þegar kennarar setjast niður og skrifa góðar greinar um starfið sitt. Hér er ein sem við viljum vekja athygli á þar sem varað er við þeirri tilhneigingu að tala opinbera skólakerfið niður og upphefja einkarekna skóla. 

Skólar eru eins misjafnir og þeir eru margir, sumir frábærir, aðrir ágætir og einstaka ekkert spes. En skólar verða aldrei betri en þeir sem að þeim standa gera þá. skólar sem stöðugt er talað niður til verða ekki betri ef því.

Það eru margir sem aðhyllast einkarekna skóla og svo eru aðrir sem vilja heldur að opinbera kerfið verði styrkt.

Innra starf skóla þarf ekki að stjórnast af því hvert rekstrarformið er  heldur þeim hugsjónum sem skólasamfélagið á hverjum stað vill  ná fram í sínum skólum. Það eru til góðir og slæmir opinberir skólar og  góðir og slæmi einkaskólar. Það sem að mínu mati skiptir máli er fyrir hverja er menntunin?  Á „besta“ menntunin aðeins að bjóðast  sumum eða leggur samfélagið áherslu á menntun fyrir alla burtséð frá efnahag og stöðu foreldra?  Að mínu mati er jafnræði til menntunar mikilvægt og það hefur verið einn af kostum skólakerfisins  á Íslandi að mínu mati að svo hefur verið. Það eru ekki allir sammála því að það sé besti kosturinn og svo virðist sem tilhneigingar til að vilja auka einkarekstur í skólakerfinu verði vinsælli og vinsælli hér á landi.Í löndum þar sem stéttaskipting hefur verið mikil lengi eru þannig rekstrarform mjög vinsæl. og það viðheldur hefðbundinni stéttaskiptingu að börn þeirra betur stæðu fari í aðra skóla en lágstéttin. Mér hugnast ekki þannig samfélagsform og er ég því hlynntari því að styrkja opinbera kerfið m.a. til að sporna gekk stéttaskiptingu.

Skólar á Íslandi eru mjög fjölbreyttir og námskrá er ekki hamlandi fyrir þá og hefur ekki verið, sjálfstæði skóla er nokkuð mikið og kennarar og stjórnendur hafa mikil áhrif á hvernig skólastarfið getur verið. Þannig að tal um einsleitni  í opinbera kerfinu og miklar hömlur á möguleikum til frumkvæðis og tilrauna er að mínu mati ekki byggt á rökum sem standast.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s