Við viljum vekja athygli lesenda Krítarinnar á því að bókin Skóli- og skólaforeldrar, ný sýn á samstarfið um nemandann er nú á sérstöku tilboði hjá IÐNÚ, Brautarholti 8 og kostar aðeins kr. 1990 en verðið var áður kr. 5005.
Í bókinni er leitað svara við fjölda spurninga sem varða samstarf kennara og foreldra m.a. þeim hvað skýri aukna áherslu á foreldrasamstarf, hvað það sé í samstarfinu sem skiptir mestu máli og hvers vegna, hvernig gott samstarf ætti að vera og hvernig kennarinn getur stuðlað að því. Tillögur eru að verkefnum sem geta aukið hlutdeild foreldra í námi barna sinna, aukið traust og virðingu gagnvart kennaranum og skólanum og aukið ábyrgð og áhuga skólaforeldra á námi barna sinna. Í bókinni er jafnframt að finna hagnýt ráð varðandi foreldrafundi og leiðbeiningar í samtalsfærni sem gott er að hafa á valdi sínu m.a. í foreldraviðtölum.