Hugmynd að verkefni í skólabyrjun

Á myndinni sem hér fylgir sést hugmynd að einföldu verkefni sem auðvelt er að vinna með nemendum á ýmsum aldri. Hvít A3 blöð með spurningum eru límd á vegg í skólastofunni. Nemendur fá post it miða og eiga að svara spurningum og líma á viðeigandi stað. Spurningar eru t.d um hvað  nemendur þurfa að gera til  að allt gangi vel í kennslustofunni? Hvað þarf kennarinn að gera til að hjálpa þér? Hvað þarft þú að gera til að ná árangi þetta skólaár o.s.frv. Kennarar geta búið til sínar eigin spurningar sem þeim finnst skipta máli, þessar spurningar koma frá kennara sem hefur samið þær  fyrir sinn bekk.

Verkefni sem þetta ýtir undir að nemendur skynji það að þeir geti haft áhrif á það sem gerist í kennslustofunni.  Með þessari aðferð  er það skjalfest hvað hópurinn telur að þurfi að gerast til að ákveðnir hlutir einkenni starfið  í skólastofunni og hjá þeim sjáfum og allir geta séð hvað bekkjarfélögunum finnst mikilvægt. Ef hlutir ganga svo ekki alveg eins og skildi þá er hægt að vísa í það sem stendur á miðunum. Þó miðarnir geti ekki hangið uppi allan veturinn er hægt að nýta þá til að búa til lista yfir hluti sem þurfa að vera í lagi upp úr þeim og sá listi gæti  verið sýnilegur allt skólaárið.

Það að hafa þetta skriflegt eykur einnig líkur á því að allir geta sagt sína skoðun  án þess að hlegið sé að þeim eða þeir taldir hafa rangt fyrir sér. Þeir feimnu sem sjaldan leggja orð í belg fá þarna líka tækifæri til að tjá sig . Svo margt mælir með því að prófa þetta.

Það er auðvitað hægt að tengja svona verkefni öðru en bekkjaranda og vinnumóral t.d. ákveðnu viðfangsefni í námi nemenda.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s