Mikilvægi sjálfsþekkingar

epliogbaekurAð mínu mati er nauðsynlegt að kennarar skilgreini sig sem leiðtoga í sínu starfi.
Flestar ef ekki allar manneskjur hafa val um að taka sér leiðtogastöðu í eigin lífi, en til þess þurfa flest okkar að taka meðvitaða ákvörðun.
Skv. Goleman ( 2000) er tilfinningagreind mjög mikilvægur þáttur fyrir leiðtoga. En Goleman notar skilgreiningu Salovay á fimm þáttum tilfinningagreindar sem eru:
• Sjálfsþekking
• Sjálfsagi
• Samkennd
• Sambandsmyndun
• Sjálfshvatning

Þessir 5 þættir eru mikilvægir fyrir leiðtoga almennt, en það er einnig mjög mikilvægt fyrir kennara að vera sterkir á þessum sviðum.

Í þessum pistli ætla ég að fjalla lítillega um mikilvægi sjálfsþekkingar fyrir kennara.
Það að þekkja sjálfan sig vel og vita fyrir hvað maður vill standa og hvers vegna, gerir fólk að leiðtogum sem eru við stjórnvölinn í lífi sínu. Á grunni sjálfsþekkingar standa leiðtogar af sér ýmsa storma, þeir vega og meta hvaða ákvarðanir sé best að taka og geta rökstutt þær vegna þess að þeir hafa hugmyndakerfi, lífsskoðanir, gildi, fyrirmyndir eða fræði til að styðja sig við.
Fyrir kennara sem takast á við margvísleg samskipti í starfi sínu á hverjum degi, er  nauðsynlegt að þekkja tilfinningar sínar og vera meðvitaðir um eigin hugmyndir, fordóma og það á hvað grunni þau gildi sem þeir leggja áherslu á eru byggð.
Kennari sem stendur frammi fyrir ungum nemanda í vanda eða ögrandi unglingi verður að geta skilgreint á örskotstund þær tilfinningar sem brjótast um í honum, til að vera fær um að grípa til athafna sem koma nemandanum til góðs. Það er mikilvægt að kennarar sýni með athöfnum sínum að þeir séu uppbyggilegar fyrirmyndir nemenda sinna og ráði við að hafa jákvæð áhrif á sjálfsmynd nemenda og menntun.
Til að bregðast við öllum þeim áreitum og kröfum sem kennarar fást við í starfi sínu er sjálfsþekking mikilvæg og hver og einn kennari þarf að móta sína starfskenningu og hafa vitneskju um á hverju hann byggir þá hugmyndafræði sem hann nýtir í starfi sínu og birtist í athöfnum hans. Með því tekst kennurum t.d. að rökstyðja á trúverðugan hátt hvers vegna þeir velja eina kennsluaðferð umfram aðra svo dæmi sé tekið.
Þar sem ekki er sterkur grunnur eða gildi undir mótbárum kennara, getur hann virkað hjáróma og fáir taka mark á honum. Kennari sem þannig er ástatt fyrir getur átt erfitt með að takast á við starf sitt á uppbyggilegan hátt, bregst jafnvel við flestu áreiti með varnarhætti og byggir um sig múra inni í þröngum kassa sem oft er skreyttur með heimatilbúnum prinsippum og skoðunum sem þjóna þeim eina tilgangi að verja það sem hann þekkir án tillits til breyttra ytri aðstæðna. Kennurum sem þannig er ástatt fyrir hættir til að upplifa sig sem fórnarlömd utanaðkomandi afla og missa gjarnan trúna á eigin getu til að hafa áhrif í starfi og finnst að aðrir en þeir beri ábyrgð á öllu því sem illa gengur.
Ég mun fjalla um hina fjóra þættina síðar.

EK

Heimild
Goleman, D. (2000).Tilfinningagreind. Iðunn. Reykjavík.

 

One response to “Mikilvægi sjálfsþekkingar

  1. Bakvísun: Krítin·

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s