Um mikilvægi þess að geta „talað sig upp“

bekkÍ síðastu umfjöllun minni hér á Krítinni um fimm þætti  tilfinningagreindar fjalla ég um hæfnina til þess  að geta hvatt  sjálfan sig áfram, talað sig upp eins og það er oft kallað.

Til að geta náð markmiðum okkar verðum við að geta „talað okkur upp“ eða hvatt okkur áfram þegar á bjátar.  Í öllu mótlæti og þegar stórir eða smáir erfiðleikar steðja að er mjög mikilvægt  að innri eða ytri úrtöluraddir taki ekki  af okkur völdin. Fólk sem er við stjórnvölinn í eigin lífi er meðvitað um þau markmið sem það vill vinna að og nær ekki síst árangri af því það býr yfir hæfni til að hvetja sig áfram þó á móti blási.

Auðvitað gengur ekki alltaf allt upp sem fólk ætlar sér en hæfnin til að hvetja sig áfram getur skilið á milli leiðtoga og leiksopps. Staðfesta og einbeitni einkennir þá sem hafa hæfileikann til að hvetja sig til dáða.

Niðurbrjótandi hugsanir eru einn okkar versti óvinur og það sem stundum virðist mjög raunsætt og rökrétt eru oft einungis aðferðir heilans við að halda okkur á mottunni, ef svo má að orði komast. Við höfum öll mjög sterka þörf til að halda okkur á kunnugum slóðum, ef við útvíkkum ekki þessar slóðir lokumst við á endanum inni í mjög þröngum ramma. Stundum er talað um  að við viljum halda okkur innan þægindarammans. Bæði kennarar og nemendur þurfa að vinna markvisst að því að efla hæfni sína til sjálfshvatningar til aðlokast ekki innan mjög þröngra hugmynda um eigin getu til aðgerða.

Til æfa sig í að tala sig upp er mikilvægt að setja sér markmið og vinna að því að ná þeim af staðfestu og einbeitni. Einnig er mikilvægt að þekkja úrtöluraddirnar sem alltaf poppa upp og vinna í því að þagga þær niður. Mikilvægt er að hvert skref sé ígrundað og hæfilega stórt, það að setja sér og stór viðamikil markmið getur jafnvel verið ein ómeðvituð útgönguleið.

Kennari sem stendur frammi fyrir hegðunarvandamálum í bekk þarf að geta talað sig upp ef svo má að orði komast. Það er mikilvægt fyrir hann að geta hvatt sjálfan sig áfram til að  takast á við vandamálin. Annars blasir við honum uppgjöf og vandamálin vaxa og honum er hættara við að grípa til niðurbrjótandi aðferða til að ná völdum á aðstæðum.

Tilfinning fyrir því að geta haft áhrif á aðstæður er okkur mikilvæg. Hætt er við að kennari finni engar lausnir á agavandamálum eða öðrum vandamálum sem við honum blasa ef hann hefur ekki  trú á eigin áhrif. Það er einnig mikilvægt fyrir kennara að vita hvenær og hvert á að sækja viðeigandi aðstoð.

Hæfni til sjálfshvatningar er kennurum mikilvæg til að ráða við öll þau stóru verkefni sem þeim er treyst til að leysa. Kennari sem er sterkur á þessu sviði er væntanleg góð fyrirmynd fyrir nemendur og getur veitt þeim tækifæri til að efla sína  hæfni til sjálfshvatningar.

Til gamans er hér saga úr hversdagslífinu:

Ég  kom í strætóskýli í Grafarvogi um daginn þar sem fyrir voru tveir drengir, annar kannski um 18 ára og hinn u.þ.b. 9 ára. Þegar ég geng inn í skýlið segir sá yngri “það þýðir ekki að segja að þú ætlir að reyna að hætta , þú átt bara að segja að þú ætlir að hætta”

“ já ég veit það” sagði sá eldri og sá yngri sneri sér að mér og sagði “ á maður ekki bara að hætta að reykja en ekki segjast ætla að reyna að hætta?”

Þessi níu ára strákur var búinn að fatta  að það hvernig maður segir hlutina hefur áhrif á hver niðurstaðan verður. Það að segjast ætla að reyna eitthvað gefur manni útgönguleið, smugu til að gera ekki það sem maður stefnir að.

 

EK

Heimild
Goleman, D. (2000).Tilfinningagreind. Iðunn. Reykjavík.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s