Ef þú nærir ekki kennarana þá éta þeir nemendurna

gladurkennariEf þú nærir ekki kennarana þá éta þeir nemendurna er athyglisvert heiti á bók eftir Neilu A. Connors, sem kom út árið 2000.  Bókin samanstendur af ábendingum og ráðum til skólastjórnenda og kennara sem vita að kennsla er eitt mikilvægasta starf sem til er en jafnframt mjög flókið og erfitt.

Connors bendir á að kennarinn hafi það að miklu leyti í hendi sér hvernig dagurinn verður hjá nemendum, hann getur skapað aðstæður sem einkennast af gleði og áhuga en einnig andrúmsloft  sem brýtur niður og slekkur áhugann . Kennarinn gerir meira en að kenna, hann snertir líf hvers nemanda og getur haft djúpstæð áhrif á framtíð þeirra. Til að kennari geti sinnt þessu mikillvæga starfi eins vel og kostur er þarf hann næringu og hvatningu sem felst ekki síst í því að verk hans eru metin að verðleikum.

Höfundurinn byggir efni bókarinnar m.a. á reynslu sinni af því að fylgjast með starfi kennara sem voru álitnir framúrskarandi. Hvað eftir annað svöruðu kennararnir því að það sem skipti þá sköpum væru stjórnendur sem hvettu þá og styddu, treystu fagmennsku þeirra og létu þá finna að þeir væru verðmætir þátttakendur í afar mikilvægum hópi.

Það þarf margt að ganga upp til að skóli verði góður. Þar skiptir góð forysta lykilmáli, að mati Connors. Stjórnandinn þarf að sjá til þess að starfsfólkið fái þá næringu sem það þarfnast  til að tryggja hið endanlega markmið sem er velferð nemenda.  Stjórnendur sem ná góðum árangri  byggja starf sitt á lýðræðislegu samstarfi sem einkennist af tilteknum atriðum. Hér eru þau helstu:

  • Sameiginleg gildi starfsmanna sem eru markvisst og meðvitað samþætt öllu starfi skólans
  • Það er skemmtilegt í vinnunni
  • Hver dagur í skólanum byrjar vel og endar vel
  • Umhverfið er öruggt
  • Skólanámskráin og öll verkefni eru sniðin að þörfum nemenda
  • Andrúmsloft skólans einkennist af umhyggju og virðingu
  • Teymisvinna og/eða starfshópar
  • Svigrúm til að skipuleggja kennsluna
  • Áætlun um heilsuvernd starfsfólks
  • Starfsfólkið upplifir að fundir hafi tilgang og að þeir séu líka ánægjulegir
  • Umhverfið er fallegt
  • Starfsfólk tekur þátt í gerð símenntunaráætlun og er hvatt til símenntunar m.a. með því að kynna sér starf annarra skóla
  • Stjórnendur sýna starfi starfsmanna áhuga, veita þeim stuðning og hrósa fyrir árangur
  • Jákvæð og samræmd agastjórnun
  • Samstarfsáætlun skóla og foreldra sem byggir á því að foreldrum gefst tækifæri til að eiga virka hlutdeild í starfinu
  • Kennarar fá tækifæri til að læra hver af öðrum m.a. með því að fylgjast með kennslu hvors annars
  • Nýir kennarar hafa „mentor“
  • Vel er hugað að skólaskilum nemenda
  • Allir starfsmenn eru vel upplýstir og hvattir til að leggja sitt af mörkum varðandi ákvarðanir og rekstur skólans.

Og að lokum:

Bestu kennararnir gleyma því aldrei hvernig það er að vera nemendi.

Bestu skólastjórarnir gleyma því aldrei hvernig það er að vera kennari.

Neila A. Connors

NKC

 

Heimild: Connors. N.A. (2000). If you dont feed the teachers they eat the students. Guide to success for administrators and teachers. Nashville: Incentive Publications.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s