Þegar ég var að alast upp þótti það nánast saknæmt að hrósa barni, því montin börn þóttu leiðinleg. Stundum finnst mér eins og þetta hafi að einhverju leyti snúist við, sumum börum virðist hrósað fyrir flest allt sem þau gera, því það er svo mikilvægt að hafa gott sjálfstraust. Hann er augljóslega vandrataður millivegurinn í þessu sem öðru. Flestir eru þó líklega sammála um að það sé mikilvægur þáttur í uppeldi barna að hjálpa þeim til að byggja upp heilbrigt og gott sjálfstraust en jafnframt þurfa þau að sætta sig við eigin takmarkanir án þess að það skaði sjálfstraustið, að enginn getur allt, en allir geta eitthvað.
Á SJÁLFSMYND upplýsingasíðu um sjálfsmynd barna má lesa góðar leiðbeiningar Maríu Hrannar Nikulásdóttur, sálfræðings um skilaboð uppalenda til barna.
NKC