Sköpun; framtíð menntunar og náms Vinnustofa fyrir almenna kennara, listgreinakennara og náttúrufræðikennara í grunnskólum

ed sobey 060Haldin verður  vinnustofa á vegum SRR á Menntavísindasviði HÍ þar sem   þátttakendur upplifa hvernig aðstoða má nemendur við að læra um vísindi (e. sience) í gegnum skapandi ferli nýsköpunar og uppfinninga.

Þátttakendur munu hanna, byggja og prófa fjölbreytt líkön um leið og þeir læra hvernig halda má utan um skapandi kennslustofu. Líkönin eru búin til úr algengum efnivið.

Þessar fljótlegu aðferðir frumgerða og uppfinninga gera nemendur færa um að nýta sköpunarkraft sinn við að finna lausnir á vandamálum.
Nemendur bæta færni sína í rannsóknum, þjálfast í að skýra frá orsök og afleiðingu og í gagnrýnni hugsun um leið og þeir búa til og prófa líkön sem hjálpa þeim við að skilja lögmál og aðferðir eðlisfræðinnar.

Vinnustofan nýtist kennurum sem kenna nemendum í 1.-10. bekk.

Vinnustofan verður haldin 10. júní frá 9:00-16.30 í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð

Ed Sobey, Ph.D., forseti Northwest uppfinninga miðstöðvarinnar Bandaríkjunum mun stýra vinnustofunni.
Hann var fyrsti forstjóri US Nationa Inventors Hall of Fame og kom á fót the National Toy Hall of Fame.
Ed hefur skrifað 27 bækur og haldið vinnustofur fyrir kennara í 18 löndum. Hann er meðlimur í ThExplores Club.

Hann hefur áður komið til Íslands og haldið vinnustofu við góðan orðstír.

Sjá auglýsingu hér og skráning fer fram hér

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s