Skólasögur

school_shutterstockÍ öllum skólum um allt land falla reglulega óborganlegar setningar af vörum nemenda. Það er verst hvað maður er fljótur að gleyma þeim. Væri ekki snjallræði að deila þessum skemmtilegu sögum með lesendum Krítarinnar meðan þær eru í fersku minni?

Hér er t.d. ein sem fær mig enn til að brosa:

Kennari sat í heimakrók með nemendum sínum í 1. bekk og skoðaði með þeim líkan af mannslíkamanum. Hann benti á lifrina og spurði hvort einhver vissi hvað þetta líffæri héti. Þegar svarið var komiði benti hann á magann og endurtók spurninguna. Áhugasamur drengur teygði höndina eins langt og hann gat um leið og hann tilkynnti sigri hrósandi, ég veit það sko alveg; þetta eru hrogn.

(Að sjálfsögðu; fyrst lifrin var þarna þá blasir við að næst koma hrogn).

Við hvetjum kennara til að senda  skólasögur sem þeir vilja deila með lesendum Krítarinnar til eddakjar@gmail.com eða nannakc@internet.is .

2 athugasemdir við “Skólasögur

  1. Sögur úr skólastofunni eru of oft á kostnað nemenda. Hljóma þá eins og niðurlægjandi háð. Mæli með því að metin séu jöfnuð með því að segja líka sögur á kostnað kennara. Bestar eru þó sögur án kostnaðar!

  2. ég er sammála því að það er mikilvægt að sýna nemendum tillitssemi og virðingu. Bilið á milli góðlátlegs gríns og niðurlægjandi háðs getur verið ansi mjótt og það sem einum finnst góðlátlegt getur verið særandi fyrir annan. Takk fyrir ábendinguna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s