Að ala upp börn sem njóta þess að lesa

lesturÞað er tvennt ólíkt að  kenna lestur eða kveikja  lestraránægju hjá börnum.

Í þessari grein er lögð  áhersla á að mikilvægt sé fyrir börn  að finna  að lestur í sjálfu sér getur veitt þeim mikla ánægju og getur jafnvel verið lykill inn í undraheima.

Í bókinni  Raising Kids Who read  eftir Daniel Willingham  sem sagt er frá í áðurnefndri  grein  eru gefin nokkur ráð sem geta ýtt  undir að börn  fái ástríðu fyrir lestri bóka.

Höfundur bókarinnar  bendir á að ekki sé nóg að halda því fram að mikilvægt sé fyrir börn að læra að lesa því þá gangi þeim betur í námi og lífi, galdurinn felst í því að opna augu barna fyrir þeirri ánægju sem lestur getur vakið.

Willingham leggur áherslu á mikilvægi þess  að foreldrar leiki með rím og hljóð við ung börn sín og einnig að þeir séu  góðað fyrirmyndir  fyrir börnin og sýni þeim fram á að þeir njóti þess að lesa bækur og hafi bækur aðgengilegar sem víðast á heimilinu.  Það er mikilvægt að lesa bækur fyrir börn, jafnvel þegar þau skila ekki um hvað bækurnar eru.

Willingham varar við því að hvetja börn til þess að lesa með því að verðlauna  þau fyrir að lesa.  Hann bendir á að það að umbuna börnum fyrir að lesa geti haft þau áhrif að þegar umbununinni sleppir hætti börnin að lesa. Hann bendir einnig á  að það eigi  aðeins að þurfa að umbunda fyrir það sem er leiðinlegt að gera og umbun fyrir lestur getur skapað þau hugrenningatengsl að hann sé bara eitt af þessum leiðinlegu skylduverkum sem barnið gerir ekki nema fá greitt fyrir og hætti því að lesa þegar það fær ekki lengur greitt fyrir það.

Börn sem verða vitni að þvi að fullorðnir lesi bækur, lesið er fyrir  og hafa greiðan aðgang að bókum  þegar þeim leiðist eru líklegri til að læra að njóta þess að lesa.

Foreldrar hafa mikil áhrif á það hvort börn þeirra sjá tilgang með að lesa sér til ánægju. Sú menning sem ríkir á heimilum getur haft mikil áhrif á það hvernig lesendur börn verða.  Þó skólar kenni börnum tæknina við að lesa hafa þeir ekki endilega það  mikil áhrif að þeim takist að gera nemendur að ástíðufullum lesendum.  Það er samstarfsverkefni skóla og fjölskyldu.

EK

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s