Krítinni barst svohljóðandi kveðja frá skólastjórafélagi Íslands:
„Stjórn Skólastjórafélags Íslands samþykkti á fundi sínum 13 júní að senda forsvarsmönnum Krítarinnar kveðjur með þakklæti fyrir frábæran vef þar sem birtar eru faglegar og áhugahvetjandi greinar um skólamál.
Haldið áfram á þessari braut
með kveðju fyrir hönd stjórnar SÍ
Svanhildur María Ólafsdóttir formaður SÍ“
Við þökkum þessi uppbyggilegu orð og munum nýta okkur hvatninguna til að gera enn betur.
Takk
Edda og Nanna