Hvað á að gera miklar kröfur til foreldra?

pafagaukarKunningjakona mín, sem á tvö börn í grunnskóla, er svo heppin að vera þátttakandi í afar góðum hópi skólaforeldra. Þessi hópur hefur haldið vel saman frá því börn þeirra hófu skólagöngu fyrir fimm árum síðan. Í tímans rás hafa skapast skemmtilegar hefðir í hópnum m.a. hittast foreldrarnir reglulega og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum auk þess að hittast kaffihúsi til að ræða saman án barnanna. Einnig er hópurinn með síðu á Fésbókinni þar sem þeir eiga tíð samskipti. Í vetur hafa nær öll samskipti foreldranna snúist um heimaverkefni barnanna í stærðfræði. Þar sem kunningjakona mín er fyrrum kennari leita foreldrar ósjaldan til hennar eftir aðstoð þegar þeir eru komnir í strand með stærðfræðina og hún segist reyna að aðstoða eftir bestu getu enda þótt lausnirnar blasi hreint ekki alltaf við henni. Sjálf segist hún furða sig á því að gert sér ráð fyrir að allir foreldrar geti aðstoðað börn sín án þess að leiðbeiningar fylgi með oft fari mikill tími í þessa vinnu og margir verði verulega pirraðir. Hún tók það fram að flestir foreldrarnir í hópnum væru langskólagengnir og ættu því að eiga auðveldra með að aðstoða börn sín en margir aðrir.  Á síðasta kaffihúsafundi var það fyrsta sem fólk spurði um þegar það heilsaði, hvernig þeim hefði tekist að leysa tiltekið verkefni og fátt var meira rætt þetta kvöld. Kunningjakona mín er góð og umhyggjusöm móðir og hefur mikinn áhuga á skólastarfinu en þetta fannst henni vera of langt gengið.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég heyrði fréttamann útvarpsins í Noregi segja frá því einn morguninn í vikunni að norskir foreldrar eyddu margir tveimur klukkustundum á dag í að aðstoða börn sín við heimanám, þrátt fyrir að sýnt hefði verið fram á að heimanám skilaði minna en engum árangri að sögn fréttamannsins. Kannski ættu Norðmenn líkt og fleiri að líta til Finna en samkvæmt því sem hér kemur fram er sjaldgæft að finnskir nemendur hafi heimanám fyrr en á unglingsárum. Það eru líklega aðrir þættir sem skýra hvers vegna finnskir nemendur ná jafn góðum árangri og raunin er, eins og fram kemur í þessari stuttu samantekt. Það kemur aftur á móti ekki fram hvernig finnskir foreldrar verja tímanum með börnum sínum. Kannski er það bara sauna !

NKC

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s