Að setja sér markmið í starfi

brefaklemmurNú er tími áramótaheitanna og þau persónulegu geta verið skemmtileg í það minnsta ef maður tekur þau ekki of hátíðlega.

Þegar ég las þessa grein  datt mér strax í hug að auðvitað geta áramótaheit snúist um fleira en persónulega hluti.

Þó greinin snúist ekki um áramótaheit  heldur það að kennarar eru við stjórnvölinn í kennslustofunni og geta því haft áhrif á hvernig nemendur læra þar þrátt fyrir utanaðkomandi kröfur um samræmingu og árangur.

Af því ég er svo upptekin af áramótaheitum þessa dagana finnst mér  listinn sem settur er fram í greininni geta nýst vel sem listi yfir 10 hluti sem kennari getur stefnt  að til að verða betri kennari árið 2013.

Listinn:

  1. Spyrðu spurninga sem hafa fleiri en eitt rétt svar eða jafnvel ekkert svar
  2. Gefðu nemendum  tækifæri,  alla vega í einni kennslustund, til að ákveða  hvernig þeir vilja læra um ákveðið viðfangsefni. Þú getur lagt til viðfangsefnið og beðið nemendur um að koma með tillögur að því hvernig best er að læra um það.
  3. Leyfðu nemendum að ákveða hvernig ákveðið viðfangsefni verður metið.  Þeir geta stungið upp á verkefni, leik eða öðrum aðferðum.
  4. Spyrðu nemendur þína að því á hverju þeir hafa áhuga. Leyfðu þeim síðan að taka viðtal við einhvern sérfræðing á því sviði sem þau hafa áhuga á. Nemendur geta leitað að netfangi, bloggsíðu, facebook eða twitter síðu viðkomandi og náð þannig sambandi við viðkomandi einstakling.
  5. Segðu nemendum þínum daglega í heila viku að þú sért ánægð/ur að vera kennarinn þeirra. Þetta er t.d. hægt að gera með því að heilsa þeim bbrosandi við dyr skólastofunnar.
  6. Kenndu stundum annarsstaðar en í kennslustofunni t.d. úti eða í öðrum hluta skólabyggingarinnar.
  7. Ekki setjast niður í heila kennslustund. Skiptu nemendum í hópa eða pör og hreyfðu þig stöðugt á milli hópa, spyrðu spurninga eða skráðu hjá þér  eftirtektarverð atriði um nám nemenda sem þú verður vitni að.
  8. Leikið ykkur  í kennslustofunni. Finndu leiðir til að kenna viðfangsefni í gegnum leiki eða spil.
  9. Hafðu samband við foreldra allra nemenda þinna og segðu þeim frá því með hvað hætti börnin þeirra hafa gert þig stolta/n af þeim.
  10. Fáðu nemendur til að vinna saman að góðgerðarmálum, þau geta verið stór sem smá.

Auðvitað hentar ekki sami listinn fyrir alla kennara en áhugavert að sjá hvað  kennarar eru að hugsa þegar þeir velta fyrir sér hvernig þeir geta bætt kennsluna sína. Þau atriði sem  koma fram á þessum lista eru ekki nýjungar en ég er sannfærð um að það er hollt að setja sér svona markmið til að vera meðvitaður um hversu litlu þarf stundum að breyta til að hafa áhrif til góðs.

Gaman væri að heyra frá einhverjum kennurum sem hafa sett sér markmið í starfi og unnið markvisst að þeim.

EK

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s