Guðmundur Finnbogason
Menntun og útskriftarár
Grunnskólakennari frá KHÍ með heimilisfræði sem aðalkjörsvið. Útskrifaður árið 2007.
Skólinn sem ég kenni við
Bekkur
Heimilisfræði fyrir 1.-6. bekk.
Síðasta símenntunarnámið sem ég sótti
Fundur og námskeið í rathlaupskennslu hjá danska rathlaupssambandinu.
Hvaða þrjú atriði í kennsluháttum mínum hafa haft mest áhrif á árangur nemenda minna
Ég held að áhugi minn á viðfangsefninu skili sér til nemenda. Þeir skynja á mér að það sem þeir eru að læra er mikilvægt, spennandi, skemmtilegt og þannig fá þeir meiri áhuga á því sem við erum að gera. Mér finnst skipta máli að tala við nemendur og gera kröfur án þess að tala niður til þeirra. Við byrjum strax á flóknum æfingum en gerum þær varlega. Við byrjum strax í yngstu bekkjum að baka, skera og elda og ég held að það virki mjög hvetjandi á nemendur. Ef þeir skynja að ég hef trú á þeim þá gera þeir það líka sjálfir.
Sveigjanleiki í kennslunni og skipulaginu er mjög mikilvægur. Hann gefur mér tækifæri til að grípa spennandi hugmyndir og verkefni og útfæra.
Hverju er ég stoltust af í starfinu mínu
Undanfarin ár hef ég haldið fjölmörg námskeið fyrir kennara um útieldun. Ég er mjög ánægður þegar ég sé og heyri að þessi námskeið eru að skila sér til krakkanna. Raunar á það líka við um þróunarstarf sem ég hef unnið að í tengslum við rathlaup í skólum. Stoltastur er ég líklega þegar ég hitti fyrrverandi nemendur sem deila með mér góðum minningum frá tímunum okkar og skólanum okkar. Þá veit ég að ég hef náð aðal markmiði mínu sem er að skapa jákvæð viðhorf til matar, matargerðar og heimilistarfa almennt.
Hvaða markmið set ég mér í þróun starfs míns
Mér finnst mikilvægt að staðna ekki í starfinu og að nemendur fái spennandi og gefandi kennslu. Mér finnist alltaf jafn gaman að koma í vinnuna og takast á við það krefjandi verkefni sem kennslan er. Mitt aðalmarkmið í starfsþróun er því að læra meira, prófa meira og gera meira.